Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri haldin í Tromsö í Norður- Noregi.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri (Circumpolar Agricultural Association, CAA).

Landbúnaður á jaðarsvæðum í norðri

Samtök um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri, (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur.

Samtökunum er ætlað að skapa samræðuvettvang hagaðila og fræðasamfélags um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri á breiðum grundvelli.

Óskað eftir þátttakendum

Þátttakendur ráðstefnunnar koma víða að; vísindamenn og bændur, starfsmenn stjórnsýslu, hagsmunaaðila, samvinnufélaga, fyrirtækja, fulltrúar frumbyggjasamtaka og ráðgjafar á ýmsum sviðum.

Stefnt er að þátttöku allra þessara hópa á ráðstefnunni í Noregi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi“ og er skipulögð af NIBIO – Norwegian Institute of Bioeconomy. Nú hefur verið kallað eftir útdráttum fyrir möguleg erindi sem munu móta efnistök ráðstefnunnar.

Frestur til að senda inn „abstract“ er til 25. febrúar 2025 og skal senda þau á netfang ráðstefnunnar, CAC2025@nibio.no.

Íslandsdeild stofnuð

Formaður Íslandsdeildar CAA nú er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS, og geta áhugasamir um samtökin og ráðstefnuna einnig snúið sér til hennar með fyrirspurnir. Netfang hennar er ernab@ms.is.

Aðrir í stjórn eru Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Þorsteinn Tómasson, einn af stofnendum CAA, er stjórninni til ráðuneytis.

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?