Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögulega krabbameinsvaldandi. Aspartam er einnig markaðssett undir heitinu Nutrasweet. E-númer aspartam er E951.

Frá níunda áratugnum hefur aspartam verið útbreitt til að gefa sykurlausum gosdrykkjum sætt bragð. Enn fremur er það gjarnan notað í neysluvörur eins og tyggjó, hlaup, ís og jógúrt. Jafnframt er aspartam notað til að bragðbæta tannkrem og hóstasaft.

Rétt eins og sykur, þá inniheldur hvert gramm aspartam fjórar kaloríur. Þar sem aspartam er nálægt 200 sinnum sætara en sykur, þá þarf mjög lítið magn til að ná fram sömu áhrifum á bragð. Efnið er hvítt og lyktarlaust og er sett saman úr þremur efnum; amínósýrunum fenýlalanín (50%) og aspartínsýru (40%) ásamt tréspíra (10%).

Fenýlalaníninu hefur verið umbreytt með því að bæta við meþýl, sem gefur hið sæta bragð. Eitt og sér er fenýlalanín biturt á meðan aspartínsýran er súr. Þegar aspartam er neytt brotnar það hratt niður í sínar frumeiningar, sem líkaminn nýtir meðal annars sem orku. Við rannsóknir hefur hreint aspartam ekki fundist í blóðrás eða líffærum. Tréspíri er þekkt eiturefni, en talið er að hann hafi engin skaðleg áhrif í aspartami þar sem magn hans er svo lítið.

Frá upphafi hafa komið fram grunsemdir um skaðsemi aspartam á heilsuna. Í sumar sendi WHO frá sér yfirlýsingu þar sem aspartam er komið á lista yfir efni sem eru mögulega krabbameinsvaldandi. Þessi flokkun byggist á því að fjöldi vísindarannsókna hefur gefið óljósar vísbendingar um tengsl aspartam við krabbamein. WHO tekur sérstaklega fram að þörf sé á frekari rannsóknum til að geta svarað með óyggjandi hætti hvort sætuefnið sé krabbameinsvaldandi eða ekki.

Enn sem komið er telur WHO ekki ástæðu til að breyta ráðlögðum dag- skammti, sem er að hámarki 40 milli- grömm fyrir hvert kílógramm líkams- þunga. Til að ná þessum skammti þyrfti 70 kílógramma einstaklingur að drekka níu til fjórtán dósir af sykur- lausu gosi, sem innihalda 200 til 300 millígrömm af aspartami hver.

Árið 1965 uppgötvaði bandaríski efna- fræðingurinn James M. Schlatter aspar- tam fyrstur manna. Hann starfaði hjá lyfjafyrirtækinu Searle og var að vinna að efni sem átti að nota við rannsóknir á magasári. Fyrir slysni sleikti hann fingurinn og fann sæta bragðið af efninu sem hann hafði sett saman. Í kjölfarið hófst vinna við þróun sætuefnis fyrir neytendamarkað.

Árið 1974 fékk Searle heimild til að setja aspartam í þurr matvæli, eins og tyggjó og morgunkorn, en þar sem sérfræðingar matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) töldu sig sjá tengsl efnisins við heilsukvilla og efuðust um gæði rannsókna Searle, var heimildin fljótlega dregin til baka.

Árið 1981 gaf FDA aftur heimild fyrir notkun aspartam í þurrmeti og árið 1983 í drykki. Sama ár kom Diet Coke á markað, sem upphaflega notaði blöndu af sakkarín-sykurlíki og aspartam. Eftir nokkur misseri var hætt að nota sakkarín í gosdrykkinn, enda aspartam mun sætara og ódýrara.

Sætuefni hafa lengi verið umdeild, en þessi flokkur innihaldsefna er meðal þeirra mest rannsökuðu á markaðnum. Þau geta verið jákvæð fyrir fólk sem þarf, eða vill, takmarka sykurinntöku af ýmsum ástæðum.

Heimildir: EFSA, National Geographic, NHS, Vísindavefurinn,WHO

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...