Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kálverið er í um 150 fermetra rými. Ræktunarturnar eru notaðir sem gera það að verkum að plássið nýtist vel.
Kálverið er í um 150 fermetra rými. Ræktunarturnar eru notaðir sem gera það að verkum að plássið nýtist vel.
Líf og starf 4. maí 2021

Krafa viðskiptavina um græna nálgun eykst sífellt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Við viljum standa fyrir eitthvað meira en að veita grundvallarþjónustu, svefnstað og mat. Krafa viðskiptavina um græna nálgun fyrirtækja eykst sífellt og það er jákvætt,“ segir Daníel Smárason, hótelstjóri hjá Hótel Akureyri. Hótelið ætlar að opna í júlí í sumar svonefnt Kálver og á sama tíma einnig nýjan veitingastað, SKO.

Daníel segir að stefnt sé að því að framleiða grænmeti, bjóða upp á kynningar, fræðslu og upplifanir á staðnum.
„Kálver Akureyri er borgargarður í miðbæ Akureyrar þar sem við ætlum að rækta kálmeti, kryddjurtir, sprettur, æt blóm og ostrusveppi fyrir gesti á Hótel Akureyri og okkar nærsamfélag,“ segir hann.

Hjónin Daníel Smárason og Bergrós Guðbjartsdóttir, sem stjórnar kálvers-verkefninu á Hótel Akureyri. Daníel er hótelstjóri. Hér eru þau með börnum sínum. Myndir / Hótel Akureyri

Nýta um 150 fermetra og nota ræktunarturna

Öll starfsemi fer fram innandyra á um það bil 150 fermetra rými. Daníel segir að með því sé hægt að stýra öllu ræktunarumhverfinu af mikilli nákvæmni.

„Það þýðir að við notum allt að 90% minna vatn með hjálp ræktunarturna þar sem vatni og næringu er dælt í hringrás. Búnaður frá ísraelsku sprotafyrirtæki er notaður til að stýra öllum aðstæðum við ræktunina, en það er staðsett í „skýinu“ svonefnda og gerir kleift að gera stöðugar mælingar, aðlaga alla þætti og fylgjast með aðstæðum, hvort sem þeir sem stjórna eru á staðnum eða víðs fjarri.
Það verða engin aukaefni í okkar afurðum eða skordýraeitur, þetta verður bara gott og ferskt íslenskt grænmeti sneisafullt af næringu,“ segir Daníel.

Afurðir úr kálverinu verða í aðalhlutverki í þeim mat sem framreiddur verður á hótelinu eftir að það verður tekið í gagnið. Að auki verður íslenskt gæðahráefni í öndvegi, skyr, ostar, hangikjöt, hráskinka, reyktur silungur, svo dæmi séu tekin. Daníel segir synd að berjum og öðru íslensku góðgæti sé ekki í meira mæli haldið að erlendum ferðamönnum.

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið styrkti verkefnið og þá er Hótel Akureyri í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Eim, sem sinnir þróun og nýsköpun á sviði sjálfbærni, grænnar orku og betri nýtingu auðlinda.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið.

Starfsemi hótelsins verður sjálfbærari

Daníel segir að ástand sem skapaðist í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafi reynst afar krefjandi, en einnig gefið ráðrúm til að yfirfara alla starfsemi félagins og skýra sýn á það hvert skuli stefna og fyrir hvað Hótel Akureyri standi.

„Hugmynd okkar snýst um að gera starfsemi hótelsins sjálfbærari og að þjónusta samfélag okkar betur. Stærsta áskorun hótela nú fyrir utan allt sem viðkemur tækniframförum, er að vera gildandi hluti í samfélagi sínu og ferðalagi gesta okkar. Það er mikilvægt að geta boðið þjónustu og upplifun sem er viðeigandi fyrir stað og stund og skilur eitthvað sérstakt eftir sig í hugum viðskiptavina. Flestir okkar gesta nefna náttúru, friðsæld, litríkt samfélag og menningu sem helstu ástæðu þess að þeir ferðist að norðurhjara veraldar,“ segir hann.

Ostrusveppir verða framleiddir í kálverinu.

Í námunda við heimsskautsbaug

Að vera aðeins 95 kílómetra frá heimskautsbaugi setur tilveru gestanna í nýstárlegt samhengi.

„Við erum berskjölduð gagnvart náttúrunni og hennar öflum og erum þar af leiðandi í kjöraðstæðum til að fræða gesti um umhverfisvæna sambúð við náttúruna og hvernig við getum tekist á við áskoranir hennar með nýsköpun að vopni,“ segir Daníel. Kappkostað er að hafa andrúmsloft hótelsins eins heimilislegt og hægt er.

„Við reynum að sem flestir þættir í starfsemi okkar endurspegli íslenska þjóðhætti og menningu,“ segir hann.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...