Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Drekinn á fyrstu myndinni fangaði þorpsbúann í miðjunni, en eftir eltingarleikinn er gott að fá sér hressingu.
Drekinn á fyrstu myndinni fangaði þorpsbúann í miðjunni, en eftir eltingarleikinn er gott að fá sér hressingu.
Mynd / Einkaeign
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturtíðar, er Mikjálsmessa, sem einnig ber heitið engladagur, haldin hátíðleg.

Íslensku konungasögurnar segja frá erkienglinum Mikael undir lok tíundu aldar, þegar Ólafur Tryggvason konungur sendi Þangbrand til Íslands til þess að boða kristna trú. Eða eins og má lesa í fyrsta tölublaði Almanaks Hins íslenska Þjóðvinafélags frá árinu 1884; „Á Íslandi var Mikjáll höfuðengill mjög svo tignaður í fornöld. Fyrsta messa, sem Þangbrandur prestur hjelt á Íslandi, var á Mikjálsmessu, og þá sagði hann Halli á Síðu að Mikjáll væri af guði settr til þess að fara mót sálum kristinna manna.

Mikjálsmessa, sem var numin úr lögum á Íslandi árið 1770, er þó haldin hátíðleg þann 29. sept ember í Waldorfskólum víða um heim. Tengist hátíðin baráttu góðs og ills og byggist á baráttu og sigur erkiengilsins Mikjáls við Satan. Jarðnesk hliðstæða Mikjáls er heilagur Georg, einn vinsælasti verndardýrlingurinn, en um hann hafa spunnist fjölmargar þjóðsögur – ein sú þekktasta um baráttu hans við drekann. Yfirbugar Georg drekann líkt og Mikjáll sigraði Satan, en báðir standa þeir fyrir innblæstri siðferðislegs hugrekkis.

Hér blæs fundvís þorpsbúi kröftuglega í lúðurinn.

Drekaleikarnir undirbúnir

Waldorfskólinn Sóltúni er einn og fagna með áti og drykkju eins og
þeirra sem halda daginn hátíðlegan, en vikan sem Mikjálsmessu ber upp á verður lífsleiknivika undir nafninu Drekaleikarnir. Skólinn breytist í fjögurra daga útiskóla þar sem nemendur og kennarar halda daglega yfir í grenndarskóg skólans í Öskjuhlíðinni. Þar fara yngri nemendur og kennarar í hlutverk þorpsbúa sem hefja vikuna á að velja sér bæjarstæði, því fyrir höndum er að reisa þorp úr náttúrulegum efnivið umhverfisins. Þeir eldri fá hlutverk dreka og reisa sínar drekadyngjur sveipaðir grænum skikkjum.

Kennararnir eru hver sínum bekk innan handar, sjá um að grisja efni og kenna nemendum að nýta til húsagerðar og að auki er unnið við jurtalitun, vefnað og tálgun. Einnig er kveiktur eldur á þar til gerðum hlóðum og bakað pinnabrauð, en eldað er og borðað úti þessa daga. Handverki er þannig gert hátt undir höfði og unnið í nokkrum smiðjum yfir vikuna.

Á milli þess að fela sig fyrir drekum er m.a. unnið við jurtalitun.
Fangaðir í drekadyngju

Ekki líður á löngu þar til „þorpsbúar“ taka eftir skikkjuklæddum verum á sveimi. Og þá hefst leikurinn fyrir alvöru. Drekaleikarnir eru í raun eltingarleikur þar sem samvinna og hugrekki er í fyrirrúmi, en latir þorpsbúar hafa m.a. lent í því að vera fangaðir af dreka og lent í dyngju hans. Þeir og aðrir sem hafa lent í þessum óförum sitja svo fastir þar til aðrir þorpsbúar hætta sér nærri og frelsa þá með því að ná í borða sem hanga í trjánum við drekadyngjurnar.

Jafnframt því að standa í baráttu við drekana leita þorpsbúar logandi ljósi að drekalúðri svokölluðum semberþátöfraaðefíhanner blásið verða drekarnir máttvana – þorpsbúar hafa yfirbugað þá og unnið þannig leikinn. Vanalegast fer það nú þannig að þorpsbúar fara með sigur enda er haldin hátíð í þorpinu í vikulokin þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið að fá sér (rauðrófu)súpu úr drekablóði með nýbökuðu pinnabrauði.

Til viðbótar við að fagna Mikjálsmessunni taka Drekaleikarnir á þáttum á borð við félagsfærni, tillitssemi og hjálpsemi með hugrekki að leiðarljósi auk táknræns sigurs hins góða. Þetta er árviss viðburður sem allir hlakka til og útskrifaðir nemendur gleyma aldrei.

Eftir Drekaleikana þyrpast allir saman, þorpsbúar, drekar og aðstandendur og fagna með áti og drykkju eins og sannar hetjur.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...