Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bessi Freyr Vésteinsson tekur við nýju rúllusamstæðunni frá Einari Oddssyni.
Bessi Freyr Vésteinsson tekur við nýju rúllusamstæðunni frá Einari Oddssyni.
Mynd / Tim Baker
Líf og starf 23. ágúst 2022

Ný tækni eykur afköst við heyskap

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir skemmstu komu til landsins tvær Kubota FastBale rúllusamstæður sem hafa þá sérstöðu að ekki þarf að nema staðar til þess að klára að binda hverja rúllu.

Sá eiginleiki næst þar sem rúllusamstæðan er með tvö baggahólf. Önnur þessara véla fór til Bessa Freys Vésteinssonar frá Hofstaðaseli í Skagafirði og hin fór til Brynjólfs Þórs Jóhannssonar frá Kolholtshelli í Flóa.

Góð fyrstu kynni í Hofstaðaseli

Hjá rúlluverktakanum Bessa í Hofstaðaseli hafa farið tæpar þúsund rúllur í gegnum vélina frá því að hún var afhent. „Fyrstu kynnin hafa verið mjög jákvæð og ef það væru einhverjir verulegir annmarkar á vélinni þá væru þeir komnir fram. Hvað afköstin varðar þá sjáum við það strax að þau eru umtalsvert meiri. Það eru líka ákveðin þægindi að geta keyrt viðstöðulaust og mér sýnist að starfsmennirnir séu farnir að taka þessa vél fram yfir hinar.“
Bessi fullyrðir að með þessari vél sé komið stórt framfaraskref í þessari heyskapartækni. „Undanfarin ár höfum verið að gera út McHale vélar og hafa þær verið ákveðið viðmið sem bæði vélaframleiðendur og notendur hafa horft til. Þær eru einfaldar í notkun, með mikil afköst og hátt rekstraröryggi. Vissulega er þessi Kubota vél með meiri og flóknari vélabúnaði, en ég sé ekki neina veika punkta. Hún er með gott pökkunarborð, góða netbindingu, öfluga mötun og þetta er sterklega byggð vél. Ég held að hún setji nýtt viðmið í heyskap og að þetta sé það sem koma skal.

Við vorum komnir með fjórar McHale vélar í rekstur, bæði til þess að tryggja rekstraröryggi og til að ná miklum afköstum. Mér sýnist að við getum fækkað þeim eitthvað fyrst við erum að sjá meiri afköst með þessari nýju Kubota vél. Vinnuaflið er alltaf að verða dýrara og dýrara og við viljum því sjá meiri afköst eftir hverja vinnustund.“

Hjá rúlluverktakanum Bessa Frey í Hofstaðaseli hafa farið tæpar þúsund rúllur í gegnum vélina frá því að hún var afhent. Mynd / Einar Oddsson

Lítil um sig þrátt fyrir að vera með tvö baggahólf

Einar Oddsson hjá Þór hf. segir að hún sé svipuð stórbaggavél í notkun. „Þú heldur áfram að keyra svo lengi sem þú er með net og plast. Fremra hólfið er 3/4 af stærð rúllunnar og þegar það er orðið fullt þá er yfirleitt búið að losa aftara hólfið sem er í fullri stærð.“

Þrátt fyrir að Kubota FastBale sé með tvö baggahólf þá sé þetta með styttri rúllusamstæðunum á markaðnum. „Það er vegna þess að allt fremra baggahólfið er staðsett fyrir ofan sópvinduna. Hvað þyngd varðar þá er í henni meira stál þar sem baggahólfin eru tvö, en hún er rétt tæp átta tonn. Þær koma hins vegar á mjög breiðum og góðum dekkjum til þess að vega upp á móti því.“

Verð næsta árs liggja ekki fyrir

Þór hf. hefur flutt inn tvær vélar til landsins núna í sumar en samkvæmt Einari koma ekki fleiri á árinu. „Við erum í viðræðum við Kubota um að okkur verði sendar fleiri vélar á næsta ári. Þessar fyrstu vélar sem komu núna í sumar kostuðu 15,9 milljónir án skatts, en eins og með allt annað þá eru þegar komnar fram verðhækkanir frá framleiðanda fyrir sumarið 2023. Endanlegt verð fyrir næsta ár liggur því ekki alveg fyrir.

Það á eftir að koma í ljós hversu miklu hún mun afkasta, en ég myndi segja að hundrað rúllur á klukkutíma við bestu aðstæður sé eitthvað sem er mögulegt. Aðrar rúllusamstæður hafa verið að ná rúmlega sextíu rúllum við kjörskilyrði.“

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...