Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýsköpun í Vaxtarrými
Líf og starf 13. október 2022

Nýsköpun í Vaxtarrými

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíu nýsköpunarteymi voru valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými sem hófst 3. október og stendur yfir næstu átta vikurnar á Norðurlandi.

Áhersla er á sjálfbærni, undir þemanu „matur, orka og vatn“. Meðal verkefna sem teymin fást við eru verðmætasköpun úr snoði, vinnsla á skarfakáli og vöruþróun úr úrgangi hænsna.

Vaxtarrými er starfrækt af samstarfsverkefninu Norðanátt, sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi.

Þetta er í annað sinn sem viðskiptahraðallinn er haldinn, en í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi þátt.

Í tilkynningu frá Norðanátt kemur fram að teymin munu á næstu vikum hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi auk þess að mynda sterkt tengslanet sín á milli. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja þátttakendur til að sækja sér fjármagn í formi styrkja – og þeim veitt aðstoð við það.

Skylt efni: nýsköpun

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...