Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýsköpun í Vaxtarrými
Líf og starf 13. október 2022

Nýsköpun í Vaxtarrými

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíu nýsköpunarteymi voru valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými sem hófst 3. október og stendur yfir næstu átta vikurnar á Norðurlandi.

Áhersla er á sjálfbærni, undir þemanu „matur, orka og vatn“. Meðal verkefna sem teymin fást við eru verðmætasköpun úr snoði, vinnsla á skarfakáli og vöruþróun úr úrgangi hænsna.

Vaxtarrými er starfrækt af samstarfsverkefninu Norðanátt, sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi á Norðurlandi.

Þetta er í annað sinn sem viðskiptahraðallinn er haldinn, en í fyrra tóku átta frumkvöðlateymi þátt.

Í tilkynningu frá Norðanátt kemur fram að teymin munu á næstu vikum hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi auk þess að mynda sterkt tengslanet sín á milli. Sérstök áhersla verður lögð á að hvetja þátttakendur til að sækja sér fjármagn í formi styrkja – og þeim veitt aðstoð við það.

Skylt efni: nýsköpun

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...