Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsíða Plöntutalsins.
Forsíða Plöntutalsins.
Mynd / Björn Hjaltason
Líf og starf 8. mars 2022

Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes

Höfundur: smh

Nýlega var gefið út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes á vef Kjósarhrepps, sem Björn Hjaltason á Kiðafelli hefur tekið saman.

Þetta er þriðja upplýsingaritið sem Björn skrifar um náttúrufar á svæðinu, en áður komu út Fuglalíf við sunnanverðan Hvalfjörð og Straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós – en þau eru öll aðgengileg á vefnum og gjaldfrjáls.

Björn Hjaltason.

Björn segir að hann hafi lengi haft áhuga á náttúrunni, hann hafi til dæmis á barnsaldri byrjað að skrá atferli fugla í Kjósinni í dagbók. „Þannig að það hafa smám saman safnast upp gögn sem mér datt í hug að gaman væri að taka saman í sérstaka umfjöllun. Ég hef sótt um styrk til Kjósarhrepps sem er auglýstur vegna samfélagsverkefna og fengið stuðing til að gefa út þessi rit hjá þeim,“ segir Björn. Hann leggjur áherslu á að hann sé áhugamaður á þessu sviði en reyni þó að fjalla um náttúrufarið með eins mikilli „fræðilegri nákvæmni“ og hann hafi tök á.

Forsíða ritsins um straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós.

Um 120 fuglategundir skráðar á svæðinu

Fyrsta greinin eftir Björn, sem birt var á vef Kjósarhrepps, fjallar um straumendur á vatnasviði Bugðu og Laxár í Kjós. „Já, það er grein sem birt var í Fuglatímaritinu Blika á sínum tíma, líklega í kringum árið 2000. Það var skemmtilegt verkefni sem byrjaði þannig að ég fór að litamerkja straumendur til að geta fylgst með ferðum einstakra fugla um vatnasviðið. Það þróaðist svo út í allsherjar rannsókn á þeim á þessu svæði, en árnar hafa sameiginlegan ós í Laxárvogi í Hvalfirði,“
segir Björn.

Þaðan hafi svo leiðin legið að kortlagningu á fuglalífi við sunnanverðan Hvalfjörð, en um einstaklega yfirgripsmikið rit er að ræða – og ríkulega myndskreytt. Í riti Björns kemur fram að um 120 tegundir fugla hafi verið skráðar á svæðinu, þar af 54 reglulegir varpfuglar.

Skjáskot úr Plöntutalinu.

Getið um 290 plöntutegundir á svæðinu

Nú í febrúar kom svo út Plöntutal fyrir Kjós og Kjalarnes. „Þá lá beint við að taka plönturnar fyrir, enda hafa þær líka verið mikið áhugamál og náttúran yfirhöfuð verið mínar ær og kýr,“ segir Björn. Hann er sem fyrr segir frá Kiðafelli í Kjós og uppalinn sveitastrákur. Hann er þó ekki með hefðbundinn búskap þar, en segist vera með svolítinn sjálfsþurftarbúskap.

Hann segir að lögð hafi verið áhersla á myndræna framsetningu með stuttum lýsingum á plöntum, til dæmis um algengi þeirra og kjörlendi. Hann hafi sjálfur tekið allar myndir fyrir það rit, enda hafi ljósmyndabakterían gripið hann sterkum tökum á undanförnum misserum. Getið er um 290 plöntutegundir í ritinu.

Spurður hvort það sé ekki mikill fengur fyrir sveitarfélagið að hafa aðgengilegar slíkar upplýsingar um náttúrufarið á svæðinu, segist Björn telja að svo geti verið í ýmsu tilliti. „Ég sé fyrir mér að þetta geti nýst til dæmis í skipulagsstarfi til dæmis og svo auðvitað til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Svo mætti hugsa sér að ferðaþjónustan gæti notað þetta,“ segir Björn.

Skylt efni: Kjós | Kjósarhreppur | Kjalarnes

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...