Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þingeyrarhreppi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri.

Bókin geymir nokkra þætti þar sem gerð er grein fyrir búskap í hreppnum á ýmsum tímum allt frá dögum Gísla Súrssonar í Haukadal til tuttugustu aldar búskapar með sögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps. Kafli er í bókinni um merkan búskap þorpsbúa á Þingeyri en kirkjustaðurinn Sandar og land hans varð búskaparland þeirra á fjórða áratug síðustu aldar. Þá er sagt frá gróðurrækt og búfjárrækt í sveitinni og ráðið í eldri búhætti með hliðsjón af örnefnum og minjum. Margar þeirra hefur höfundur kannað en hann er fæddur og uppalinn í sveitinni, á Kirkjubóli. Bókin er 152 bls. og hana prýða margar ljósmyndir og teikningar. Bókina má finna HÉR og þar má lesa hana án endurgjalds.

Skylt efni: bókaútgáfa | rafbók

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...