Rafbók um landbúnað
Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þingeyrarhreppi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri.
Bókin geymir nokkra þætti þar sem gerð er grein fyrir búskap í hreppnum á ýmsum tímum allt frá dögum Gísla Súrssonar í Haukadal til tuttugustu aldar búskapar með sögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps. Kafli er í bókinni um merkan búskap þorpsbúa á Þingeyri en kirkjustaðurinn Sandar og land hans varð búskaparland þeirra á fjórða áratug síðustu aldar. Þá er sagt frá gróðurrækt og búfjárrækt í sveitinni og ráðið í eldri búhætti með hliðsjón af örnefnum og minjum. Margar þeirra hefur höfundur kannað en hann er fæddur og uppalinn í sveitinni, á Kirkjubóli. Bókin er 152 bls. og hana prýða margar ljósmyndir og teikningar. Bókina má finna HÉR og þar má lesa hana án endurgjalds.