Sögur af Jökuldalnum og stökur Hjálmars
Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér tvær bækur. Líkið er fundið er samtíningur af sögnum af Jökuldalnum en Stundum verða til stökur er safn af stökum Hjálmars Jónssonar.
Líkið er fundið er sagnasamtíningur af Jökuldalnum, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Í bókinni kennir margra grasa og þar er meðal annars sagt frá flutningi með lík, auglýsingu eftir ráðskonu, kúm í kirkju og nýju faðirvori og Hákon Aðalasteinsson fer á kostum í sögunni Líkið er fundið.
Í stundum verða til stökur rekur séra Hjálmar Jónsson sig fram um ævina í kveðskap, skemmtileg atvik og viðburðir verða ljóslifandi, samferðamenn eru kallaðir til leiks og gáskafull skeytin fljúga í allar áttir. Auk þess er þarna að finna sálma og skírnar- og minningarljóð. Rauði þráðurinn er þó alltaf hjartahlýjan og húmorinn.