Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Mynd / ÁL
Líf og starf 4. maí 2023

Stefnir í lokun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Slökkviliðsminjasafn Íslands í Reykjanesbæ varðveitir sögu slökkviliðsmanna á Íslandi, allt frá því fyrstu slökkviliðsmennirnir voru skipaðir í sínar stöður, til dagsins í dag.

Nú hefur sveitarfélagið ekki endurnýjað leigusamning um húsnæðið, sem upphaflega var undirritaður til þriggja ára í febrúar árið 2013. Húsakosturinn er til sölu og stefnir í lokun safnsins á vormánuðum.

Helstu driffjaðrirnar á bak við safnið eru slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson og Ingvar Georgsson. Þeir segja í samtali við Bændablaðið að ef safninu verði lokað munu safngripirnir sem þar eru varðveittir eiga í hættu á að skemmast eða glatast. Munirnir eru flestir í eigu aðila héðan og þaðan af landinu sem oft hafa ekki kost á að varðveita hlutina við bestu aðstæður. Samningaviðræður eru í gangi við Reykjanesbæ, en Sigurður og Ingvar eru ekki mjög bjartsýnir á framhaldið.

Markmið safnsins er að halda á lofti sögu slökkviliða á Íslandi og var það opnað vorið 2013 í tilefni af hundrað ára afmæli slökkviliðsins í Keflavík. Kveikjan að opnun safnsins var sú að Sigurður og Ingvar sáu fyrir rúmum áratug að gamall búnaður frá slökkviliðum lá undir skemmdum. Oft eru tæki geymd utandyra eða í geymslum sem halda illa vatni og vindum.

Í húsnæðinu, sem er nálægt 1.500 fermetrum, er meðal annars að finna tuttugu slökkviliðsbíla, nokkrar vél- og handdælur ásamt öðrum minni búnaði sem slökkvilið hafa notað í gegnum tíðina. Þar má nefna verkfæri, hjálma, fatnað, klippur, reykköfunartæki og ýmislegt fleira. Verði safninu ekki lokað eru áform uppi um að koma stærsta slökkviliðsbíl heims fyrir í sýningarrýminu, en hann þjónaði áður á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt Ingvari og Sigurði er Slökkviliðsminjasafn Íslands með sérstöðu á heimsvísu, en hvergi annars staðar finnist safn sem geri grein fyrir slökkviliðum heillar þjóðar. Erlendis séu þetta yfirleitt álmur innan borgar- eða héraðssögusafna. Safnið er opið á sunnudögum frá 13 til 17, en eftir pöntun þess á milli.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...