Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 2. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er glaður og ánægður og hefur notið þess til hins ýtrasta að hlúa að sjálfum sér undanfarið. Þetta er breyting frá því sem áður hefur verið og skal fyrir alla muni halda við. Vatnsberinn mun njóta góðs af því að setja sjálfan sig í fyrsta sæti, hvort sem er að kúra undir teppi eða haga því sem að ber honum sjálfum til góða. Gæta þarf þó að stíga ekki á neinar tær. Happatölur 16, 59, 12.

Fiskurinn hefur legið í veikindum í sumar og þungt hefur verið yfir. Nú er þó aðeins að birta til, bæði í hans nærumhverfi svo og innra með honum. Það er alltaf von til hins betra og ætti fiskurinn að muna að jákvæðni í hugsun heldur uppi ýmsum boltum. Hann ætti að efla tengslanet sitt og gæta vel að öllum samskiptum. Happatölur 3, 15, 67.

Hrúturinn er vongóður um að heimurinn fari að snúast honum alfarið í vil. Hann hefur verið að gera sitt besta til þess að breyta ýmsum óheppilegum venjum og niðurdragandi þankagangi. Gott er að hafa í huga að einungis er hægt að taka eitt skref í einu og hvert skref er gulls ígildi, sama hversu stórt það er. Happatölur 8, 5, 36.

Nautið ætti, líkt og vatnsberinn, að halda áfram að setja sjálft sig í fyrsta sæti enda heimurinn mun betri staður þegar hamingja og sátt er ríkjandi. Nautið hefur orðið æ sáttara með sjálft sig síðustu vikurnar og á það virkilega inni. Ró og friður í hjarta styrkir það í vegferð að auknu sjálfstrausti og þarf nautið að muna að leiðin til stjarnanna er aldrei bein. Það er að standa sig vel. Happatölur 28, 8, 14.

Tvíburinn hefur stigið léttilega til jarðar yfir sumartímann og hafa hans nánustu notið góðs af. Hann verður að halda því áfram eins og best verður á kosið og muna að láta ekki áhyggjur íþyngja sér þó eitthvað bjáti á á næstu vikum. Leyfa léttleika sólskins og ástar að umlykja sig fremur en annað og gæta vel að heilsunni, en eitthvað er um veikindi í stjörnunum. Happatölur 1, 16, 81.

Krabbinn er í óðaönn að hólfa niður líf sitt. Vinnan í eitt, ástin í annað, hann sjálfur í þriðja og þar fram eftir götunum. Hann ætti þó að hafa í huga að ekkert er bara svart eða hvítt og því ekki ákjósanlegt að hólfa neitt niður. Lífsorkan er flæði sem leyfir manni að haga seglum eftir vindi, enda ekki hægt að sigla inn í ævintýrin ef lífið er ekki í lit. Því er best að slaka á og sleppa tökunum. Happatölur 15, 8, 65.

Ljónið er svolítið á varðbergi þessa dagana og óöruggt í sínu, að minnsta kosti annan hvorn dag. Það hefur nýverið gengið í gegnum nokkra breytingu á sjálfu sér en er ekki viss hvort það vilji, geti eða eigi að halda þeirri nýju lífssýn til streitu. Ljóninu er ráðlagt að slaka á og mögulega skrifa niður á blað já- og neikvæða kosti þess sem hann er að ganga í gegnum og hverja það snertir. Happatölur 25, 3, 11.

Meyjan naut þess að vera í ró og friði yfir sumarleyfistímann en þarf nú að hrista af sér rykið og undirbúa haustið. Einkunnarorðin skyldu vera hamingja, hreysti og sjálfstraust en þetta eru þrír þættir sem meyjan þarf að leggja sérstaka áherslu á næsta misseri. Líta inn á við og ekki gefast upp þó einhverjir dagar verði ekki eins og hún hefði kosið. Happatölur 17, 47, 28.

Vogin er þreytt og uppgefin. Henni hefur fundist lífið vera að hlaupa frá henni og hún föst í viðjum vanans. Vogin hefur tilhneigingu til þess að láta líðan og líf annarra ganga fram yfir sitt eigið en nú þarf hún að staldra við. Breytingar eru af hinu góða og henni sjálfri til góðs að standa keik og mildilega sveigja burt þær viðjar sem halda henni hvað þéttast. Happatölur 31, 20, 22.

Sporðdrekinn á von á auknum krafti og þreki næstu vikur. Einhverra hluta vegna er eins og hann fái vítamínsprautu í rassinn og því um að gera að nýta þennan óvænta glaðning. Mál sem hafa setið á hakanum leysir hann eins og ekkert sé, ágreiningsefni gufa upp með einu símtali og heilsan hefur sjaldan verið betri. Til viðbótar lítur út fyrir að happdrættisvinningur sé í kortunum. Happatölur 65, 11, 62.

Bogmaðurinn hefur legið undir feldi, en í rökkrinu hefur honum tekist að kveikja á kertum. Hugsanagangur hans er á jákvæðari nótum en áður og með því hefur sjálfstraust og vellíðan aukist. Það er því heillaráð að rífa af sér feldinn, fara í gönguferðir í náttúrunni, finna loftið leika um sig og efla enn frekar jákvætt hugsanaferli, trú á sjálfan sig og gleði í hjarta. Happatölur 12, 61, 78.

Steingeitin hefur verið óró undanfarið en þarf að rifja upp æðruleysisbænina. Lífið heldur áfram og lítið hægt að gera nema að hlúa að sjálfri sér. Njóta þess sem er, þakka fyrir liðið og sýna kærleika til sem flestra. Steingeitin þarf líka að vera hreinskilin við sjálfa sig og muna að þó maður telji flís í auga náungans gleymist gjarnan bjálkinn í manns eigin. Happatölur 8, 65, 22.

Skylt efni: stjörnuspá

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...