Sumarskjálftinn
Líf og starf 19. ágúst 2024

Sumarskjálftinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins, nú fyrir sumarfrí starfsmanna, slógum við á létta strengi og ákváðum að setja upp einhvers konar stefnumótasíðu hér á blaðsíðu sjö.

Ekki er annað hægt að segja en áhuginn hafi verið gífurlegur. Færri komust að en vildu í hóp þeirra útvöldu, en fiðringur fór um landið þegar við hófum úthringingar fyrir efnið.

Eftir að blaðið fór í dreifingu var eins og við manninn mælt að ákafur skjálfti hríslaðist um landsmenn. Fjölmiðlar gripu efnið, bæði útvarp og blöð og vakti það mikla lukku. Til viðbótar fengu starfsmenn Bændablaðsins sendar ýmiss konar fyrirspurnir um hina lukkulegu aðila, auk þess sem mikill áhugi var fyrir að fá að komast að í næsta Bænder.

En nú velta áhugasamir lesendur væntanlega fyrir sér upplifun þeirra sem tóku þátt í Bændernum svo og hvort ástalíf þeirra hafi tekið stakkaskiptum. Svarið við því er auðvitað ekki á eina vegu, en öll áttu þau það sameiginlegt að mæla hundrað prósent með því að taka þátt – ef ekki væri fyrir annað en skemmtanagildið.

Aðspurð sögðu þau mörg hver ættingja og vini hafa haft sérstaklega gaman af, en einnig gæfu sig á tal við þau ókunnugir sem glottu við tönn og /eða dáðust að þeim á einn hátt eða annan.

Nýjar vinabeiðnir streymdu til sumra viðmælenda, einn var boðaður í viðtal hjá morgunútvarpi Rásar 2 og annar fékk bónorð frá Bandaríkjamanni.

Sá þriðji sem rætt var við sagði heilt yfir lítið nýtt að gerast í ástamálunum en vill benda Viðskiptablaðinu á að það var nær eini fjölmiðillinn sem ekki hampaði Bændernum. Hefur það kannski bak við eyrað þegar Bænder birtist aftur á síðum blaðsins.

Ekki er áætlað að halda stefnumótasíðu Bændablaðsins sem reglulegum dálki, en auglýsum auðvitað ef viðtökum upp þráðinn.

Ps. Farið var rangt með nafn Theodóru Drafnar, hún er Skarphéðinsdóttir, ekki Baldvinsdóttir.

Skylt efni: Bænder

Sumarskjálftinn
Líf og starf 19. ágúst 2024

Sumarskjálftinn

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins, nú fyrir sumarfrí starfsmanna, slógum við á l...

Stjörnuspá
Líf og starf 19. ágúst 2024

Stjörnuspá

Vatnsberinn kemur ferskur undan vætusömu sumri og er til í hvað sem er. Hann hef...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 16. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal
Líf og starf 15. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjöls...

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli
Líf og starf 12. ágúst 2024

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli

Garðrækt hófst ekki á Íslandi fyrr en um miðja 18. öldina. Ein elsta frásögn af ...

Óðinshani
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana s...

Úr sarpi Bændablaðsins: Fordson Model F – fyrsti traktorinn sem var framleiddur á færibandi
Líf og starf 7. ágúst 2024

Úr sarpi Bændablaðsins: Fordson Model F – fyrsti traktorinn sem var framleiddur á færibandi

Flestir hafa tilhneigingu til að skipta lífinu í tímabil, fyrir og eftir heimsst...

Bændabýlin þekku
Líf og starf 7. ágúst 2024

Bændabýlin þekku

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Steingrími Thorsteinssyni.