Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dómnefndin: Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar.
Dómnefndin: Guðlín Ósk Bragadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Gréta Björg Jakobsdóttir með verðlaunamyndirnar.
Líf og starf 16. mars 2020

Tíu grunnskólanemar unnu til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og var einstaklega stolt af sköpunarkrafti og hugmyndaflugi nemendanna og sagði keppni sem þessa vera mikilvæga og hvetjandi fyrir bæði nemendur og kennara.

Verðlaunamyndirnar tíu, en allar myndir er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is.

Rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum

Metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið en rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendum í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin.

Peningagjöf frá Mjólkursamsölunni

Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningar­skjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónarkennara og skólastjórnendur.

„Myndefnið í keppninni er sem fyrr frjálst en má gjarnan tengjast mjólk og íslensku sveitinni eða hollustu og heilbrigði og er óhætt að segja að kýr og mjólkurfernur séu vinsælustu viðfangsefnin,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Hugmyndirnar eru óþrjótandi og hæfileikarnir með ólíkindum hjá 9 og 10 ára nemendum sem leggja margir hverjir gríðarlegan metnað í myndirnar sínar og eru núna að uppskera.“

Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2019–2020 eru:

  • Akvelina Darta Bruvere, Hrafnagilsskóla
  • Álfrún Lóa Jónsdóttir, Hamraskóla
  • Hanna Katrín Magnúsdóttir, Melaskóla
  • Jón Emil Christophsson, Öxarfjarðarskóla
  • Katrín Kristinsdóttir, Fellaskóla Reykjavík
  • Katrín Líf Sigurðardóttir, Setbergsskóla
  • Natalía Björk Kowalska, Árbæjarskóla
  • Steinunn Ingvadóttir, Melaskóla
  • Telma Lind Hákonardóttir, Holtaskóla
  • Ugne Skyriute, Fellaskóla Reykjavík

Dómnefndin þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...