Nemendur Víkurskóla sem tóku þátt í kennslustund í ritlist og skapandi skrifum þar sem þau mótuðu sjónpróf.
Nemendur Víkurskóla sem tóku þátt í kennslustund í ritlist og skapandi skrifum þar sem þau mótuðu sjónpróf.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 3. janúar 2025

Unga fólkið skapar sitt eigið sjónpróf um frið, vináttu og samkennd

Höfundur: Svavar Guðmundsson, kennari á vinnustofunni.

Um miðjan október síðastliðinn fengu nemendur 7., 8., 9. og 10. bekkjar Víkur­skóla í Vík í Mýrdal „öðruvísi“ skemmtilega kennslustund í ritlist og skapandi skrifum.

Skrifum sem eru öðruvísi að því leyti að þeir setja sína hugleiðingu fram í það knappa form sem sjónpróf er. Þemað var friður, vinátta og samkennd. Þetta er töluverð áskorun fyrir bæði unglinga og fullorðna þar sem stafafjöldi hvers sjónprófs þarf að vera um það bil 80 bókstafir og að hámarki 86 svo lögun upprunalega sjónprófsins haldi sér.

Þetta er þolinmæðisverk og verður að framkvæma af mikilli rósemi og einbeitingu. Þar stóð unga kynslóðin sig alveg einstaklega vel. Nemendur hlustuðu af mikilli athygli á kennarann og það var greinilegt að þeim fannst gaman að glíma við verkefnið. Svavar Guðmundsson var kennari á vinnustofunni, en hann er lögblindur, lögblinda er skilgreind sjón sem er minni en 10%. Í lok vinnustofunnar hafði unga fólkið mikinn áhuga á að vita hvernig hann sæi lífið og liti þess, og hvernig væri að vera með svo litla sjón, sköpuðust góðar og upplýsandi umræður um blindu og sjónskerðingu.

Sjónprófsgerðin er þolinmæðisverk.

Sjónprófið, sem er notað sem grunnur, er upprunalega sjónprófið frá árinu 1851 eftir Þjóðverja og nefnist Scnellen test. Það er víða enn í dag notað sem sjóntæknigrunnur til að meta og mæla sjón fólks. Lögun og útlit sjónprófsins er engin tilviljun, allt úthugsað í samspili stærð bókstafa og fjarlægðar þess sem það les. Svavar hefur gefið út þrjár bækur sem innihalda hugleiðingar og heilræði sem sett eru fram í því knappa formi sem sjónpróf er. Inni á vef Menntamálastofnunar, nú Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, má finna kennsluleiðbeiningar og hugmyndir um hvernig nota má bækurnar á fjölbreyttan hátt í skapandi skólastarfi.

Nemendurnir, með aðstoð íslenskukennara síns, bjuggu til sína hugleiðingu um þemað. Hún varð að innihalda 80–86 bókstafi eins og fyrr segir. Ásamt því eru nokkrar aðrar reglur sem ber að varast sem Svavar útskýrði fyrir nemendum áður en þeir byrjuðu, t.d. hvernig á að telja stafina í síðustu 3 línunum o.fl. Nemendur fengu sent skapalón í tölvu sem Svavar hefur hannað til að setja stafina rétt inn í, þannig að hugleiðingin komi uppsett eins og sjónpróf. Og nú var komið að því að setja hugleiðinguna inn í sjónprófsformið sem nemendur höfðu skrifað deginum áður. Það er skemmst frá að segja að unga fólkið stóð sig stórkostlega og á tímabili mátti varla heyra saumnál detta svo áhugasöm voru þau að koma lífspeki sinni um þemað í sjónprófsformið. Nú eru merkingarþrungin sjónpróf um allan Mýrdalinn og ekki síst í grunnskólanum um F R I Ð, V I N Á T T U O G S A M K E N N D.

Íslensku listaverkin eftir unga fólkið voru síðan afhjúpuð á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember, sem jafnframt er kaffihúsakvöld skólans, fyrir foreldrum, kennurum og öðrum gestum til yndislesturs. Þess skal getið að verkefnið er styrkt af uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Í S L E N S K A E R O K K A R M Á L O G D Ý R M Æ T I A R F U R.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...