Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tvær bækur skáldkvenna
Líf og starf 2. nóvember 2022

Tvær bækur skáldkvenna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókasamlagið hefur sent frá sér tvær bækur í samvinnu við skáldkonurnar Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur og Lilju Magnúsardóttur. Báðar sögurnar gerast í sveit á fyrri tímum.

Önnur bókin er heimildaskáldsaga ættuð úr Skagafirði á 18. öld og segir frá ferð vinnukonu til Vesturheims. Hin bókin fjallar um líf barna í sveit fyrir nokkrum áratugum.

Aldrei nema vinnukona

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir er höfundur bókarinnar Aldrei nema vinnukona. Sagan gerist um aldamótin síðustu og segir frá vinnukonunni Þuríði Guðmundsdóttur sem fór utan til Ameríku 36 ára gömul til að freista gæfunnar.

Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur í heim en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Saga Þuríðar er einnig saga annarra kvenna og þjóðarinnar allrar á erfiðum tímum. Seinni hluti 19. aldar einkenndist af sívaxandi erfiðleikum bænda vegna hafísa, eldgosa, skipskaða, veikinda og barnadauða.

Þess vegna varð freistandi að flytja til Ameríku í von um meira frelsi og betri afkomu.

Gaddavír og gotterí

Gaddavír og gotterí eftir Lilju Magnúsdóttur segir stuttar sögur af lífi barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Dýrin og náttúran eru lífið sjálft. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið.

Þessi heimur er okkur horfinn, heimur þar sem voru engin fjarskipti nema sveitasíminn, og enginn skjár nema eitt svarthvítt sjónvarp í stofunni á betri bæjum. Alltsnýstumbúskapinn og dýrin. Hestarnir eru leikfélagarnir. Þeir eru oftast góðir en stundum láta þeir ekki að stjórn og þeir geta líka veikst og dáið. Hænurnar þarf að baða og það gengur ekki átakalaust. Óveður og rafmagnsleysi þekkja allir úr sveitinni, gat verið þreytandi og stundum varasamt. Réttirnar eru toppurinn á tilverunni, heill dagur af skemmtilegheitum en líka áhættuatriðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...