Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir. Þeir sem eru með matjurtagarð keppast við að elda og borða uppskeru haustsins sem er bragðgóð skemmtun.
Rauðrófusalat með geitaosti
Hráefni
- 1 stk. íslensk rauðrófa skorin þunnt
- 1 msk. balsamic edik
- 2 msk. ólífuolía
- 1 msk. ferskt kóríander
- salt og pipar
- Geitaostur eða annar góður ostur eftir smekk
Fyrir fjóra
Litríkt rauðrófa er ferskt og góð með öllum grillmat, má einnig nota hvaða annað grænmeti sem mann langar ef eitthvað í uppskriftinni er ekki til.
Aðferð
Má ekki vera einfaldara, allt græn-metið er skorið þunnt eða skorið í litla bita og smakkað til með olíunni, balsamic og kryddunum.
Toppað með geitaost eða bragðgóðum íslenskum osti eins og Tindi.
Avókadó og tómatar
Þetta er eins og suður-amerískt tómat-moxarella og er hægt setja fersk krydd eins og kóriander í stað basil sem er notað á Ítalíu.
Hráefni
- 300 g þroskaðir tómatar
- 1 ferskt avókadó eða lárpera
- 1/2 tsk. hvítlauksmauk
- 1 msk. kóríander ferskt
- 1/2 safi úr 1/2 lime
- 3 msk. ólífuolía
- salt og pipar
Fyrir fjóra
Þetta ferska og einfalda salat eða forréttur er alveg hægt að leika sér með og ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið.
Það er frábært með hvaða mat sem er eða sem morgunverður með steiktu eggi.
Aðferð
Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.
Hrátt og ferskt salat með framandi litríku grænmeti
Hráefni
- 1 stk. blómkálshaus skorinn í sneiðar langsum (hægt að fá sum staðar í nýjum litum)
- 1 stk. rauð paprika skorin gróft niður
- 1 stk. eggaldin skorið gróft niður
- 2 stk. rauðlaukur skorinn gríft niður
- 1 dl ólífuolía
- ½ dl balsamic
- 50 g ólífumauk
- ½ búnt basil ferskt
- salt
- 1 stk. grilluð sítróna
Þetta grænmeti stendur alltaf fyrir sínu, bæði hér og við Miðjarðarhafið.
Aðferð
Byrjið á að grilla eða steikja á pönnu allt grænmeti þar til létt eldað. Á að vera hálfhrátt. Kryddið með ögn af ólífuolíu, balsamic, basil og einni teskeið af salti í um fimm mínútur. Sigtið frá vökvann.
Eggjakaka með nýju grænmeti
Hráefni
100 g sætar eða venjulegar kartöflur (skrældar, skornar í bita)
2 msk. blaðlaukur (saxaður)
2 msk. rauð paprika (skorin í fína strimla)
1 stk. hvítlauksrif (fínt saxað)
½ tsk. cumminduft (ath. – ekki sama og kúmen)
1 msk. kóríander, gróft saxaður
salt og pipar
6 egg
Fyrir 4–6
Sætar kartöflur eru ekki aðeins hollar heldur líka skemmtileg tilbreyting við þessar venjulegu. Þær má líka krydda skemmtilega eins og hér er gert.
Aðferð
Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar (ca 15 mín., fer þó eftir stærð) og skrælið. Þá er panna hituð vel og kartöflurnar steiktar í smá ólífuolíu þar til þær taka smá lit. Þá er restin af grænmetinu og cummin-duftinu bætt út í og kryddað með salti og pipar. Bætið við gróft söxuðum ferskum kóríander alveg í lokin.
Setjið í pönnu og hellið eggi yfir, bakið í ofni þar til eggið er stíft.