Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gamaldags heimilismatur í nýju ljósi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. nóvember 2015

Gamaldags heimilismatur í nýju ljósi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Unnar kjötvörur þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni. Við höfum góða kæla og ferskvöru og þurfum því ekki alla þá rotvörn sem var í gömlu uppskriftunum. Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir kjötiðnaðinn að bregðast við því. 
 
 
Bjúgu, eða sperðlar eins og sumir kalla þau, hafa löngum verið vinsæl á borðum landsmanna. Klassískt meðlæti með bjúgum eru kartöflur og uppstúf eða jafningur. Þar má gera breytingar til að hressa upp á gamlar uppskriftir, t.d. setja hollt grænmeti í jafninginn, brúna grænmetið í sméri og jafnvel láta það aðeins karmellast og bæta svo hveitinu í. Þynna síðan smjörbolluna með grænmetinu út með mjólk eða soði. Í lokin má bæta við grænkáli, spínati eða öðru meinhollu grænmeti.
 
Grasker eru ekki bara til skrauts því þau eru mikið notuð í kökur, súpur og jafnvel kaffidrykki. Nú er hrekkjavakan nýafstaðin og ekki seinna vænna að koma graskerjum í nytjar. Úr graskeri má útbúa ágætan eftirrétt í bland við skyr. Á Bændablaðsvefnum, bbl.is, má sjá stutt myndband af gerð þessa ágæta eftirréttar.
 
Bjúgnamáltíð með grænmetisjafningi
  • 800 g góð bjúgu
  • 500 g litlar kartöflur með flusi
 
Grænmetisjafningur
  • ½–1 kg hvítkál og annað gott grænmeti
  • 250 ml soð eða vatn
  • 250 ml mjólk
  • 30 g smjör
  • 30 g hveiti
  • ½ tsk. múskat
  • salt og pipar
  • Blandað ferskt blaðgrænmeti eins og spínat eða grænkál
 
Grænmetið er skorið í strimla eða litla bita, steikt í smérinu og hveiti bætt í á meðan hrært er. Soði bætt í og soðið í 2–3 mínútur. Hellið mjólk saman við og hitið að suðu. Kryddið jafninginn og berið fram.
 
Skyr með graskersmauki og saltstangamulningi
Fyrir kökumulning
  • 1 pakki saltstangir eða kex
  • 4 msk. smjör, brætt
  • 2 matskeiðar sykur
  • 2 matskeiðar púðursykur
 
Fyrir fyllingu:
  • 1 stórt box hrært vanilluskyr
  • 300 g graskersmauk (sjá uppskrift)
  • 1/2 bolli sýrður rjómi
  • 1 tsk. krydd (kanill eða vanilla)
  • 1 tsk. múskat
  • 1 peli kaldur léttþeyttur rjómi
 
Graskersmauk
  • 1 dós malt og appelsín eða appel­- sínusafi
  • Ögn af maple-sýrópi
 
Nú útbúum við lagskiptan eftirrétt úr graskeri, skyri og saltstangamulningi. Vinnið saltstangir í matvinnsluvél  í fínt duft. Bætið í  bræddu smjöri, sykri og púðursykri, og haldið áfram að blanda saman.
Setjið jafnt í átta bolla eða eina stóra skál og setjið til hliðar.
 
Blandið svo í potti graskeri, appelsínusafa (eða gosi) og maple-sýrópi. Sjóðið þar til graskerið er meyrt og vinnið saman í mauk.
 
Raðið  graskersblöndu í bolla ásamt sýrðum rjóma, skyri og smá kryddi milli laga. Geymið aðeins í kæli fyrir neyslu. Skreytið með þeyttum rjóma og smá múskati eða kanil.
 

2 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...