Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma.
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. október 2016

Þrír einfaldir og góðir eftirréttir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér koma þrír einfaldir og góðir eftirréttir fyrir helgina þar sem bláber, súkkulaði og möndlur eru í aðalhlutverki. 
 
Púðursykurskaka með bláberjum og íslenskum rjóma
 
Kannski einfaldasta og besta kakan þegar haustið tekur yfir og líkaminn kallar á eitthvað sætt. Þá er um leið hægt að friða samviskuna með meinhollum bláberjum í bland við sykurinn.
  • 5 dl eggjahvítur
  • 5 dl púðursykur
  • 1/2 msk. kartöflumjöl
  • 1 peli rjómi (þeyttur)
  • fullt af bláberjum (ekki er verra að þau séu handtínd, annars bara úr búðinni)
Aðferð
Til að gera þessa gömlu og góðu köku byrjum við á að hræra saman öllu hráefninu í botninn; eggjahvítu, púðursykri og kartöflumjöli – og svo þeyta uns blandan verður loftkennd og stinn. Bakað í tveimur lausbotna formum í eina klukkustund við 100 gráður. Leggjum þær svo á hvolf á kökudiska og tökum formin af, leyfum að kólna. Setjum svo saman með bláberjum og þeytta rjómanum. Gott er að strá smá súkkulaðispæni yfir og loka svo með hinum botninum. Það má svo skreyta með ögn af rjómanum og berjum á toppinn.
 
 
 
Súkkulaðikaka („Club Sandwich “)
  • 300 g heil egg
  • 90 g agave-síróp
  • 150 g sykur
  • 90 g hakkaðar möndlur
  • 145 g hveiti
  • 30 g kakóduft
  • 10  g lyftiduft
  • 145 g rjómi 
  • 165 g smjör 
  • 80 g dökkt súkkulaði  
  • sulta að eigin vali
 
Aðferð
Blandið eggjum og agave-sírópi  saman við sykurinn.
Bætið við hökkuðum möndlum og sigtuðu hveiti með kakó- og lyftidufti.
Bætið við rjóma, smjöri og heitu bræddu súkkulaði.
 
Möndlumulningur
  • 140 g púðursykur
  • 140 g hveiti
  • 140 g hakkaðar möndlur
  • 140 g smjör  
Aðferð
Sigtið saman þurrefnin. Bætið köldu smjöri við sem skorið er í teninga og hrærið saman  í hrærivél  með spaða.
 
Hráefnið mun smám saman blandast saman í deig.
 
Mótið í litlar kúlur eða litla kubba með hníf. Sett til hliðar í kæli. 
 
Bakið svo við 150–160 gráður þar til mulningurinn er gullinn á lit.
 
Útbúið möndlumulninginn og setjið 200 g ofan á kökudeigið. Bakið við 160 gráður í um 10 mínútur.
 
Berjasulta. Dreifið 420 g yfir helming súkkulaðikökunnar. Lokið með hinum helmingnum af kökunni og þrýstið varlega saman.
 
Frystið. 
Skerið í 7 x 7cm þríhyrninga eins og gert við bjórsamlokur.
Framreiðið með jarðarberjum.
 
Umbúðahugmynd
Setjið í samlokuumbúðir til gamans, þá  passar kakan beint í bakpokana í haustgöngutúrana.
 
 
Kakómjólkurkrem með sykurpúðum og hindberjum
fyrir 6–8 skammta
 
Kakómjólkur-súkkulaðikrem
  • 70 g kakómjólk
  • 115 g rjómi
  • 50 g eggjarauður
  • 40 g sykur
  • 165 g gott mjólkursúkkulaði
  • 50 g vatn
  • 10 g kakóduft
Aðferð
Koma rjómablandinu til suðu.
Blandið sykri og eggjarauðu saman.
Elda í potti við 85 °C (nota kjarnhitamæli fyrir kjöt).
Hellið yfir súkkulaði til að gera súkkulaðikremið.
Hita upp vatnið og bætið kakódufti í, þá bætið við súkkulaðikremið.
Gott að vinna saman með töfrasprota og setja svo í glös í kæli.
 
Hvítsúkkulaði-sykurpúðar
  • 40 g eggjahvítur
  • 120 g sykur
  • 24 g glúkósa; hunang eða agave-síróp
  • 35 g vatn
  • 5 g matarlím
  • 25 g hvítt súkkulaði
Látið matarlím liggja  í vatni í um 20 mínútur.
 
Elda sykur og vatn í 143 gráðum (nota kjötmæli) og þá er matarlími bætt í sykurblönduna.
Þeytið eggjahvítu og hellið sykri yfir til að gera marengs.
 
Látið kólna við stofuhita. Bætið bræddu hvítu súkkulaði yfir og sprautið ofan á glasið. Skreytið með hindberjum.
 
Ef á að nota sykurpúðana í annað er gott að setja þá á bakka og sigta yfir 50/50 af flórsykri og maísmjöli – þá myndast húð utan um sykurpúðana.
Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...