Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagar við Dýrafjörð
Menning 18. september 2023

Dagar við Dýrafjörð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í áttatíu þáttum – og með ríflega eitt hundrað teiknimyndum – rifjar höfundur upp umhverfi og atvik úr uppvexti sínum þar vestra um miðja síðustu öld.

Teikningar höfundar
Bjarni Guðmundsson.

Útgáfa bókarinnar var formlega kynnt í Samkomuhúsinu í Haugadal í Dýrafirði á dögunum. Þar kom fram að á uppvaxtarárum Bjarna í Dýrafirði var margt að breytast í byggðarlaginu; í daglegum störfum, vinnubrögðum og viðhorfum.

Flestir þáttanna eru kryddaðir teikningum höfundar. Um tilgang bókarinnar segir í formála hennar:

„Ég vona að þú hafir gagn og gaman af verkinu. Mér þætti best ef við lestur þess kviknar hjá þér hugsun um þína eigin aðstöðu, þitt æskuumhverfi. Hver á sína ungdómsveröld. Geyma sambærilega drætti þótt ólíkar séu.

Saman móta þær mynd af fjölbreyttu og síkviku samfélagi, sem á margar og misdjúpar rætur. Til rótanna sækjum við næringu og
þrótt – svo og festu sem nauðsynleg er í hverfulum heimi.“

Kennsla og rannsóknir á Hvanneyri

Bjarni er fæddur og uppalinn á Kirkjubóli í Dýrafirði. Að loknu framhaldsnámi var hann lengi kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands til opinberra starfsloka. Samhliða kennslu stundaði Bjarni rannsóknir,
einkum á verkun fóðurs og tækni við hana og miðlaði bændum fróðleik um fóðurverkun um langt árabil með greinaskrifum og fyrirlestrum á bændafundum víða um land.

Bjarni hefur skrifað bækur um búfræði og búnaðarsögu, m.a. um verkhætti við bústörf svo sem jarðyrkju og heyskap á tuttugustu
öld og breytingar á þeim.

Höfundurinn gefur bókina út sjálfur og er hún fáanleg hjá honum á Hvanneyri á meðan upplag endist.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...