Sveitastelpan leitar í litadýrð, ró og fegurð
Menning 14. nóvember 2024

Sveitastelpan leitar í litadýrð, ró og fegurð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir er fædd árið 1966 á bænum Desjarmýri á Borgarfirði eystra og alin þar upp við fjárbúskap og hefðbundin sveitastörf.

Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir.

„Ég hef búið og unnið ýmis störf víða um land, raunar í öllum landsfjórðungum,“ segir hún aðspurð.

„Ég lauk kennaraprófi árið 2007 og BA í þjóðfræði 2021. Hef starfað sem skólasafnskennari á Akureyri frá 2007. Auk þess hef ég einnig kennt ritlist, bókmenntir, myndlist o.fl. hjá símenntunarstöðvum á Norðurlandi,“ segir Ingunn, sem búsett er á Akureyri.

Olía á striga

Ingunn hóf að læra myndlist árið 2014 og áfram, á námskeiðum hjá Lindu Óladóttur, einnig hjá Soffíu Sæmundsdóttur og Zhiling Li. Hún segist tilheyra stórum hópi listafólks sem hafi aðsetur á vinnustofum í Kaupvangsstræti 4 á Akureyri.

„Olía á striga er það sem ég hef unnið mest með og eru það þá einkum myndir tengdar íslenskri náttúru, sveitinni, gróðrinum og dýrunum sem rata á strigann,“ útskýrir Ingunn. „Sveitastelpan leitar í þá litadýrð, ró og fegurð sem sveitalífið býr yfir og sækir innblástur og vellíðan í rætur sínar. Listsköpunin er bæði heilun, jarðtenging og núvitund og rímar vel við ritstörf, ljóðlist og garðyrkju sem eru meðal hugðarefna miðaldra bóndadótturinnar,“ segir hún glettin.

Orðhög og beinskeytt

Nýlokið er fjórðu myndlistarsýningu Ingunnar sem var í Safnahúsi Húsavíkur. Þar sýndi hún úrval olíumálverka úr náttúru Íslands og lífríki. Hún bjó áður fyrr á Húsavík, um 14 ára skeið.

Ingunn er ekki við eina fjölina felld í hinum fögru listum því hún hefur einnig sent frá sér ljóðabækurnar Hjörtu í ilmandi umslögum, 1996 og Lausagrjót úr þagnarmúrnum, 2011, skáldsöguna Bræðraborg árið 2013, ritgerðir, greinar og fleira.

Einnig á hún ljóð í safnritunum Djúpar rætur og Raddir að austan. Þess má og geta að síðustu ellefu árin hefur hún skrifað árlega jólasögu og lesið upp fyrir ýmsa hópa á Norðurlandi. Þær gætu ratað á bók einn daginn, að sögn Ingunnar.

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Hrafntinna afmælisbarn
Líf og starf 6. nóvember 2024

Hrafntinna afmælisbarn

Nafn: Hrafntinna Ögmundsdóttir.

Mikilvægustu kosningamál bænda
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bæn...

Auðnutittlingur
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta ...

Bryndís og Rosemary
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeista...