Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tómatsalat með marglitum tómötum og orkukaka
Mynd / BGK
Líf&Starf 23. júní 2017

Tómatsalat með marglitum tómötum og orkukaka

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þetta sumarlega salat er einfalt að gera en er ótrúlega gott. 
 
Það er hægt að vera með tómatana í öllum stærðum og litum. Til að skerpa á bragðinu er gott að salta aðeins tómatana. Sumir tómatarnir eru skornir þunnt, en aðrir í bita og báta.
 
Tómatsalat með marglitum tómötum, mozzarella og basiliku
  • 500 g blandaðir þroskaðar tómatar, (mismunandi stærðir og litir)
  • Sjávarsalt og fersk malaður svartur pipar
  • Smá oregano (þurrkað)
  • Rauðvíns- eða balsamikedik
  • Jómfrúarólífuolía
  • 1 hvítlaukur, skrældur og rifinn fínt
  • 1 ferskur rauður chili
Aðferð
Setjið hluta af tómötunum í stóra skál og stráið oregano yfir. Gerið dressingu, með einum hluta af ediki á móti þremur hlutum olíu, hvítlauk og chili. Blandið hluta af tómötunum saman við dressinguna – nægilega mikið til að það þeki vel.
 
Þetta er frábært tómatasalat, sem er algjörlega ljúffengt að borða eitt og sér. Það er líka gott að borða með sneiðum af mozzarellaosti (gott að rífa niður og blanda með smá rjóma eða einhverju grilluðu brauði).
 
 
Orkukaka með jarðarberjum 
og sykurpúðum
  • 4 súkkulaði-orkustykki  
  • 2 msk. smjör (eða kókosolía)
  • 1 lítill þroskaður avókadó
  • 4 msk. kakóduft
  • 4 msk. hlynsíróp eða agavesíróp
  • 1 msk. kókosolía (2 msk ef sleppt er smjöri fyrir botninn)
  • Um það bil 20 jarðarber
Valfrjálst: dökkt súkkulaði brætt með smá kókosmjólk; bræðið súkkulaðið og þynnið út með kókosmjólk til að mýkja það við stofuhita.
 
Aðferð
Skerið orkustykkin niður og setjið í matvinnsluvél. Myljið í matvinnsluvélinni og bætið tveimur matskeiðum af bræddu smjöri eða kókosolíu saman við. Setjið blönduna í form (fjögur lítil eða eitt stærra) Gerið „mousse-fyllingu“ með því að blanda avókadó, kakódufti, sætuefni og kókosolíu saman í matvinnsluvél.
 
Fylliið formin með orkustykkja­blöndunni með „mousse-blöndunni“ og efst á toppinn fara jarðarberin. Skreytið með súkkulaði- og kókosblöndunni – og jafnvel sykurpúðum ef á að fara í óhollustuna. 
Valfrjálst: hitið smá brætt súkkulaði, bætið kókosmjólk við (gott er að hita hana örlítið í potti eða örbylgjuofn fyrst). Bætið blöndunni ofan á berin og á milli til að fá aukinn sælkerabrag á kökuna!
 
Sykurpúðar
  • 1 og 1/4 bolli vatn, skipt í tvo hluta
  • 1/2 bolli jarðarberjamauk (frosin marin jarðarber)
  • 4 blöð matarlím (gelatín)
  • 3 bollar sykur
  • 1 og 1/4 bolli ljóst kornsíróp
  • 1/3 bolli flórsykur
  • 1/3 bolli maísenamjöl 
Ferskt jarðarberjamauk gerir þessa sykurpúða að himneskri bombu sem bráðnar í munninum.
Þið þurfið að geyma sykurpúðana í að minnsta kosti 8–10 klukkustundir áður en hægt er að klippa þá niður í kubba, svo það er góð hugmynd að gera þetta kvöldið áður en borðhald verður.
 
  1. Undirbúið pönnu með því að klæða hana með álpappír, plastfilmu eða bök­unarpappír. Yfirborðið er úðað með fitu eða ögn af olíu.
  2. Setjið ½ bolla af vatni og jarðarberjamauki (gott að nota frosin ber) í hrærivélaskál. Leggið matarlímið í bleyti í að minnsta kosti fimm mínútur.
  3. Setjið hinn hluta vatnsins (¾ bolla af vatni), síróp og sykur í meðalstóran pott yfir meðalháan hita.
  4. Hrærið í blöndunni til að leysa upp sykurinn og setjið kjöthitamæli ofan í.
  5. Leyfið  blöndunni að sjóða án þess að hræra þar til hún nær 121 gráðu á hitamæl­inum. Hellið þessu saman við matarlímið sem búið er að kreista vatnið úr og setjið í hrærivélina. Passið að matarlímið og maukið sé vel blandað saman.
  6. Verið varkár, þar sem sírópið er mjög heitt. 
  7. Hækkaðu hitann þar til blandan er orðin loftmikil og frauðkennd (um 10 mínútur).  Helltu sykurpúðablöndunni á pönnuna með filmunni sléttri ofan á. Látið þetta hvíla við stofuhita í að minnsta kosti tíu klukkustundir.
  8. Blandið  saman flórsykur og kornsterkju (maísenamjöli) saman og dreifið yfir. 
  9. Daginn eftir. Takið álpappír, plastfilm­una eða smjörpappírinn af púðunum og  stráið smá flórsykurs- og kornsterkjudufti ofan á. Klippið púðana í bita með skærum.
Geymið púðana í þurrum, loftþéttum umbúðum á þéttum, þurrum stað. Ekki má geyma þá í kæli eða á mjög rökum stað. Ef púðarnir blotna upp gæti verið nóg að strá smá meira dufti yfir.
 
Skreytið kökur eða borðið beint.
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...