Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Mynd / Ingvar Sigurðsson
Fréttir 9. febrúar 2023

200 svín drápust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eldur kom upp á svínabúi á Skriðulandi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Samkvæmt upplýsingum virðist bruninn hafa einskorðast við þak í syðsta brunahólfi þrískipts húss. Þar biðu um 200 grísir bana, en talið er að þeir hafi kafnað í reyk.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall í fyrsta forgangi klukkan 5:38 að morgni mánudagsins 6. febrúar vegna bruna í útihúsum á Skriðulandi.

„Þegar við komum á vettvang var eldur læstur í þaki í einum þriðja hluta hússins. Þar var allt reykfyllt og ljóst að dýrin sem væru þar inni væru ekki lífs. Þá einbeittum við okkur að því að verja hina tvo hluta hússins,“ segir Ingvar. Umrædd bygging er fyrir grísaeldi og er henni skipt niður með eldvarnarveggjum.

Allt tiltækt lið frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga, eða um 15 slökkviliðsmenn, voru kallaðir á vettvang af bakvakt.

Þrír slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar léttu undir bagga. Stjórn náðist á eldinum um klukkan átta og var stórtæk vinnuvél fengin til að rífa þakið svo slökkviliðið gæti fundið eldhreiður. Lögregla fékk vettvanginn afhentan um klukkan ellefu.

Ingvar leiðir líkum að því að upphaf brunans megi rekja til vélbúnaðar sem er í þakinu, t.a.m. viftur. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um orsök að svo stöddu.

Samkvæmt Vilhjálmi Stefánssyni, lögreglufulltrúa á Blönduósi, eru næstu skref að fara inn í byggingarnar til að skoða aðstæður og kanna þá hluti sem lögreglan telur líklega orsakavalda. Sé þess þörf mun lögreglan á Norðurlandi vestra leita eftir aðstoð frá tæknideild LRH. „Brunahólfin héldu svo vel að svínin voru róleg í hinum hlutum hússins,“ segir Vilhjálmur, en greinilegt sé að húsið sé vel byggt.

Skylt efni: Eldsvoði | svínabú

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...