Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Mynd / Ingvar Sigurðsson
Fréttir 9. febrúar 2023

200 svín drápust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eldur kom upp á svínabúi á Skriðulandi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Samkvæmt upplýsingum virðist bruninn hafa einskorðast við þak í syðsta brunahólfi þrískipts húss. Þar biðu um 200 grísir bana, en talið er að þeir hafi kafnað í reyk.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall í fyrsta forgangi klukkan 5:38 að morgni mánudagsins 6. febrúar vegna bruna í útihúsum á Skriðulandi.

„Þegar við komum á vettvang var eldur læstur í þaki í einum þriðja hluta hússins. Þar var allt reykfyllt og ljóst að dýrin sem væru þar inni væru ekki lífs. Þá einbeittum við okkur að því að verja hina tvo hluta hússins,“ segir Ingvar. Umrædd bygging er fyrir grísaeldi og er henni skipt niður með eldvarnarveggjum.

Allt tiltækt lið frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga, eða um 15 slökkviliðsmenn, voru kallaðir á vettvang af bakvakt.

Þrír slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar léttu undir bagga. Stjórn náðist á eldinum um klukkan átta og var stórtæk vinnuvél fengin til að rífa þakið svo slökkviliðið gæti fundið eldhreiður. Lögregla fékk vettvanginn afhentan um klukkan ellefu.

Ingvar leiðir líkum að því að upphaf brunans megi rekja til vélbúnaðar sem er í þakinu, t.a.m. viftur. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um orsök að svo stöddu.

Samkvæmt Vilhjálmi Stefánssyni, lögreglufulltrúa á Blönduósi, eru næstu skref að fara inn í byggingarnar til að skoða aðstæður og kanna þá hluti sem lögreglan telur líklega orsakavalda. Sé þess þörf mun lögreglan á Norðurlandi vestra leita eftir aðstoð frá tæknideild LRH. „Brunahólfin héldu svo vel að svínin voru róleg í hinum hlutum hússins,“ segir Vilhjálmur, en greinilegt sé að húsið sé vel byggt.

Skylt efni: Eldsvoði | svínabú

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...