Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Mynd / Ingvar Sigurðsson
Fréttir 9. febrúar 2023

200 svín drápust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eldur kom upp á svínabúi á Skriðulandi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Samkvæmt upplýsingum virðist bruninn hafa einskorðast við þak í syðsta brunahólfi þrískipts húss. Þar biðu um 200 grísir bana, en talið er að þeir hafi kafnað í reyk.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall í fyrsta forgangi klukkan 5:38 að morgni mánudagsins 6. febrúar vegna bruna í útihúsum á Skriðulandi.

„Þegar við komum á vettvang var eldur læstur í þaki í einum þriðja hluta hússins. Þar var allt reykfyllt og ljóst að dýrin sem væru þar inni væru ekki lífs. Þá einbeittum við okkur að því að verja hina tvo hluta hússins,“ segir Ingvar. Umrædd bygging er fyrir grísaeldi og er henni skipt niður með eldvarnarveggjum.

Allt tiltækt lið frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga, eða um 15 slökkviliðsmenn, voru kallaðir á vettvang af bakvakt.

Þrír slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar léttu undir bagga. Stjórn náðist á eldinum um klukkan átta og var stórtæk vinnuvél fengin til að rífa þakið svo slökkviliðið gæti fundið eldhreiður. Lögregla fékk vettvanginn afhentan um klukkan ellefu.

Ingvar leiðir líkum að því að upphaf brunans megi rekja til vélbúnaðar sem er í þakinu, t.a.m. viftur. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um orsök að svo stöddu.

Samkvæmt Vilhjálmi Stefánssyni, lögreglufulltrúa á Blönduósi, eru næstu skref að fara inn í byggingarnar til að skoða aðstæður og kanna þá hluti sem lögreglan telur líklega orsakavalda. Sé þess þörf mun lögreglan á Norðurlandi vestra leita eftir aðstoð frá tæknideild LRH. „Brunahólfin héldu svo vel að svínin voru róleg í hinum hlutum hússins,“ segir Vilhjálmur, en greinilegt sé að húsið sé vel byggt.

Skylt efni: Eldsvoði | svínabú

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...