Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða
Fréttir 6. mars 2015

2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt vinnumarkaðs­rannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði um 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði árið 2014. Karlar voru 52,2% af starfandi fólki og konur 47,8%.  2,3% fólks á vinnumarkaði starfa við landbúnað.

Hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi árið 2014 skiptist þannig að við heild- og smásöluverslun starfa 13,6%, við fræðslustarfsemi 13,3%, við heilbrigðis- og félagsþjónustu 12,2%, við framleiðsla ýmiskonar 11,5%. 6,8% starfa við rekstur gisti- og veitingastaða en 6,5% við sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi, í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutninga og geymslu 6,1%.  Einungis 2,3% starfa við landbúna.

Kynskiptur vinnumarkaður

Séu atvinnugreinar eru skoðaðar eftir kyni sést að vinnumarkaðurinn er talsvert kynskiptur. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%.

Við heilbrigðis- og félags­þjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...