Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða
Fréttir 6. mars 2015

2,3% starfa í landbúnaði og 2,6% við fiskveiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt vinnumarkaðs­rannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði um 177.700 manns starfandi á vinnumarkaði árið 2014. Karlar voru 52,2% af starfandi fólki og konur 47,8%.  2,3% fólks á vinnumarkaði starfa við landbúnað.

Hlutfall starfandi fólks eftir atvinnugreinum í aðal- og aukastarfi árið 2014 skiptist þannig að við heild- og smásöluverslun starfa 13,6%, við fræðslustarfsemi 13,3%, við heilbrigðis- og félagsþjónustu 12,2%, við framleiðsla ýmiskonar 11,5%. 6,8% starfa við rekstur gisti- og veitingastaða en 6,5% við sérfræði-, vísinda- og tæknileg starfsemi, í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 6,1% og flutninga og geymslu 6,1%.  Einungis 2,3% starfa við landbúna.

Kynskiptur vinnumarkaður

Séu atvinnugreinar eru skoðaðar eftir kyni sést að vinnumarkaðurinn er talsvert kynskiptur. Rúmlega 42% kvenna á vinnumarkaði starfa hjá hjá fyrirtækjum eða stofnunum sem heyra undir fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Árið 2014 unnu 21,3% af öllum starfandi konum hjá fyrirtækjum eða stofnunum tengdum fræðslustarfsemi. Af þeim sem starfa í greininni voru konur 76,8% en hlutfall karla var 23,2%.

Við heilbrigðis- og félags­þjónustu störfuðu 20,9% kvenna árið 2014 sem er 81,8% af öllu starfandi fólki í greininni. Flestir karlar, eða 15,2%, starfa við framleiðslu sem er 68,8% af öllum í greininni.

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...