23.000 tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu
Samkvæmt skrá sem kallast IUCN (International Union for the Conservation of Nature) Red List fer villtum gaupum og selum víða fjölgandi en það sama er ekki hægt að segja um stofna 23.000 annarra dýra- og plöntutegunda sem samkvæmt fyrrnefndum lista fer fækkandi og eru margar þeirra í útrýmingarhættu.
Á listanum er meðal annars að finna sjaldgæfa stofna ljóna, krabba og sæljóna. Kannanir sýna að tegundum dýra og plantna fækkaði 100 sinnum hraðar á tuttugustu öldinni og á öldunum þar á undan.
Góðu fréttirnar eru að með verndun hefur stofn Íberíu-gaupa fjölgað úr 52 dýrum árið 2002 í 156 árið 2013.