53° á Celsíus í Pakistan
Aprílhiti í Pakistan hefur aldrei mælst hærri en í síðasta mánuði þegar hann fór yfir 53° á Celsíus. Íbúar í Nawabshah íhuga að flýja borgina af hræðslu við að hitinn eigi eftir að hækka enn meira á næstu vikum.
Gríðarlegir hitar voru í Pakistan í nýliðnum aprílmánuði og fór hitinn víða yfir 50° á Celsíus. Veðurstofa landsins spáir áframhaldandi hita í landinu.
Vitað er um að 24 fjórir hafa látist úr hjartaslagi vegna hitans í Pakistan og að margir íbúar þess hafi í hyggju að flýja til svæða þar sem ekki er spáð eins miklum hita.
Pakistan er eitt af þeim tíu löndum heims sem spáð er að muni fara verst út úr áframhaldandi hlýnun jarðar.