Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógarfoss.
Skógarfoss.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 8. janúar 2015

66,9 milljarðar á þriðja ársfjórðungi 2014

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarútflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 173,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 93,1 milljarður.

Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 80,2 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 69,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Ferðaþjónusta er í fyrsta skipti stærsti þjónustuliður í bæði inn- og útflutningi og var afgangur af henni 37,4 milljarðar. Útflutningur hennar nam 66,9 milljörðum og innflutningur 29,5 milljörðum. Afgangur vegna ferðaþjónustu voru rúmir 27 milljarðar á sama ársfjórðungi árið 2013.

Mestur afgangur var hinsvegar af samgöngu- og flutningaþjónustu eða 47,4 milljarðar. Útflutningur þeirra nam 64,9 milljörðum og innflutningur 17,5 milljörðum.

Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 27,5 milljörðum og útflutningur 10,3 milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Halli var því mestur af þeirri þjónustu eða 17,3 milljarðar.

Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla verið uppfærð. Taflan sýnir breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði. Breytingar hafa verið gerðar á niðurstöðum fyrir fyrsta ársfjórðung 2010.
 

Skylt efni: Ferðamenn | hagtölur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...