Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands
Fréttir 29. mars 2022

Aðalfundir tveggja ára hjá Æðarræktarfélagi Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Aðalfundir Æðarræktarfélags Íslands fyrir árin 2020 og 2021 verða haldnir laugardaginn 26. mars 2022 í húsnæði Land­búnaðarháskóla Íslands í Keldna­holti, Árleyni 22, Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 10.00 og stendur til klukkan 13.00.

Meginverkefni fundanna er skýrsla stjórnar, afgreiðsla ársreikninga og kosningar til stjórnar. Jafnframt verður lögð fyrir aðalfund tillaga að ákvæði til bráðabirgða við lög félagsins til að heimila rafræna kosningu um það hvort Æðarræktarfélagið sameinist Bændasamtökum Íslands.

Ef tillaga þessi verður samþykkt munu rafrænar kosningar um sameiningu fara fram í kjölfar fundarins. Ef sameining við BÍ verður fyrir valinu verður næsti aðalfundur nýrrar búgreinadeildar (Búgreinaþing) árið 2023.

Ákvörðun um hvort ÆÍ sameinist Bændasamtökunum sem Búgreinadeild æðarræktar eða haldi áfram sem sjálfstætt félag er mikilvæg fyrir félagið og, að sögn Guðrúnar Gauksdóttur formanns, segir að stjórn félagsins telji nauðsynlegt að sem flestir félagar greiða atkvæði. Í kjölfar kynningarfundar með BÍ þann 27. janúar síðastliðinn gekkst stjórn ÆÍ fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna um hug þeirra til sameiningar. Í könnuninni tóku þátt 122 og voru 52 samþykkir sameiningu við Bændasamtökin en 70 mótfallnir.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...