Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Max Jónsson og Arna Silja hafa sett upp metnaðarfulla aðgerðar­áætlun sem verður grunnur að loftslagsvænum landbúnaði á bænum.
Sigurður Max Jónsson og Arna Silja hafa sett upp metnaðarfulla aðgerðar­áætlun sem verður grunnur að loftslagsvænum landbúnaði á bænum.
Mynd / Aðsent
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Höfundur: smh

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, en markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og auka kolefnisbindingu. 

Verkefnið fer vel af stað og hafa allir hafið vinnu við metnaðarfullar aðgerðaráætlanir sem munu þegar fram í sækir vera grunnur að loftslagsvænum landbúnaði, að sögn Berglindar Óskar Alfreðsdóttur verkefnastjóra. 

Hvert bú setur sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem aðgerðirnar eru mótaðar af þátttakendum sjálfum og þeim tækifærum til loftslagsvænna aðgerða sem eru hjá hverjum og einum. Aðgerðaráætlun hvers þátttökubús er lifandi skjal sem heldur utan um öll markmið þátttakanda og er árangurinn metinn eftir því sem verkefninu vindur fram. Á Skjöldólfsstöðum búa þau Sigurður Max Jónsson og Arna Silja Jóhannsdóttir og eru þátttakendur í verkefninu. Þeirra aðgerðaráætlun þykir vera metnaðarfull með mikla möguleika.

Vilja minnka kolefnisspor lambakjötsframleiðslunnar

„Við ákváðum að taka þátt í verkefninu því við viljum finna leiðir og lausnir til þess að minnka kolefnisspor í matvælaframleiðslu, í okkar tilfelli í framleiðslu á lambakjöti. Orðið hefur mikil vitundarvakning í þjóðfélaginu um að minnka kolefnisspor okkar til að sporna við óeðlilegri hlýnun jarðar af mannavöldum,“ segir Arna. 

„Við sem þjóð höfum skuldbundið okkur við Parísarsáttmálann, eins og svo margar, og það þýðir að allir angar okkar samfélags þurfa að finna leiðir til þess að minnka losun, eða auka bindingu. Það skemmtilega við að vera í hefðbundnum búskap á bújörð er að það eru tækifæri til að fara mjög blandaða leið í þessum efnum; bæði hægt að finna leiðir til þess að auka bindingu eða minnka losun. Hefðbundinn búskapur eða almennt húsdýrahald til matvælaframleiðslu hefur fengið á sig það óorð að valda stóru kolefnisspori. Við viljum bæta ímynd okkar með það að leiðarljósi að sýna fram á að framleiðsla á til dæmis lambakjöti geti bæði verið umhverfisvæn og um leið sé það einnig holl fæða,“ segir Arna enn fremur um ástæður fyrir þátttöku þeirra.

Læra nýjar leiðir til að minnka kolefnisspor búskaparins  

Að sögn Örnu er aðgerðaráætlun þeirra nokkuð hefðbundin, en þau sjá ýmis tækifæri til að ná betri árangri í búskapnum með þátttökunni. „Við sjáum bæði tækifæri í aukinni bindingu á kolefni í gegnum skógrækt og uppgræðslu lands. Að sama skapi sjáum við tækifæri í minni losun með því að ná meiri afurðum eftir hverja vetrarfóðraða ær, með sömu aðföngum eða með betri nýtingu á þeim. Við erum til dæmis í ferli við að hefja tæplega 40 hektara nytjaskógrækt á jörðinni. Einnig tökum við þátt í verkefninu „Bændur græða landið“. 

Verkefnið er tiltölulega nýbyrjað og framleiðsluferlar á lambakjöti langir og því ekki enn hægt að taka mið af því hversu vel gengur að ná markmiðum sem hver þátttakandi hefur sett sér. Okkur líst samt sem áður vel á þetta verkefni og erum að sjálfsögðu spennt fyrir framhaldinu.

Ávinningur okkar við að taka þátt í þessu verkefni er fyrst og fremst sá að við lærum nýjar leiðir til þess að minnka kolefnisspor í okkar framleiðslu, sem er fyrst og fremst markmiðið. Það fer oftast vel saman, aðgerðir sem stuðla að betra umhverfi hafa jákvæðan ávinning fyrir búskapinn í heild,“ segir Arna.

Kindur á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal.

Metnaðarfull áætlun með mikla möguleika 

Aðgerðaráætlun Skjöldólfsstaða er mjög metnaðarfull, að sögn Berglindar Óskar, og tekur vel á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í búrekstrinum. „Hún ber með sér að þau eru mjög meðvituð um loftslags- og umhverfismál og hafa tileinkað sér loftslagsvænar aðferðir sem verða góður grunnur að áframhaldandi vinnu að loftslagsvænu búi,“ segir hún.

 

Berglind Ósk Alfreðsdóttir verkefnisstjóri.

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?
20. nóvember 2024

Er stærstu eyðimörk Evrópu að finna á Íslandi?

Fornar ástir og fengitíð
20. nóvember 2024

Fornar ástir og fengitíð

Smyrill
20. nóvember 2024

Smyrill

Peysan Björk
20. nóvember 2024

Peysan Björk

Brynjar Freyr
20. nóvember 2024

Brynjar Freyr