Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Fréttir 24. febrúar 2023

Afkoma garðyrkjubænda hefur almennt versnað

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í nýlegri rekstrargreiningu Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins á garðyrkju á Íslandi 2019 til 2021 segir að afkoma greinarinnar hafi almennt versnað á tímabilinu. EBITHDA, sem hlutfall af veltu, stendur í stað hjá kartöflubændum en lækkar mikið í ylræktinni.

Samkvæmt greiningunni versnaði afkoma þeirra garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.

Allur kostnaður hækkað

Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili.

Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá.

Hópurinn sem vann að greiningunni er sammála um að nauðsynlegt sé að halda greiningunni áfram og fjölga þeim sem taka þátt í verkefninu til þess að hægt sé að fá enn fyllri mynd af stöðu greinarinnar. Einnig benda þeir á að útvíkka megi verkefnið og taka inn fleiri tegundir grænmetis í útiræktun og blóm og gera greininguna að enn öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina.

Sjá nánar á blaðsíðu bls. 48–49. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: garðyrkjubændur

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...