Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Fréttir 24. febrúar 2023

Afkoma garðyrkjubænda hefur almennt versnað

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í nýlegri rekstrargreiningu Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins á garðyrkju á Íslandi 2019 til 2021 segir að afkoma greinarinnar hafi almennt versnað á tímabilinu. EBITHDA, sem hlutfall af veltu, stendur í stað hjá kartöflubændum en lækkar mikið í ylræktinni.

Samkvæmt greiningunni versnaði afkoma þeirra garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.

Allur kostnaður hækkað

Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili.

Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá.

Hópurinn sem vann að greiningunni er sammála um að nauðsynlegt sé að halda greiningunni áfram og fjölga þeim sem taka þátt í verkefninu til þess að hægt sé að fá enn fyllri mynd af stöðu greinarinnar. Einnig benda þeir á að útvíkka megi verkefnið og taka inn fleiri tegundir grænmetis í útiræktun og blóm og gera greininguna að enn öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina.

Sjá nánar á blaðsíðu bls. 48–49. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: garðyrkjubændur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...