Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Fréttir 24. febrúar 2023

Afkoma garðyrkjubænda hefur almennt versnað

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í nýlegri rekstrargreiningu Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins á garðyrkju á Íslandi 2019 til 2021 segir að afkoma greinarinnar hafi almennt versnað á tímabilinu. EBITHDA, sem hlutfall af veltu, stendur í stað hjá kartöflubændum en lækkar mikið í ylræktinni.

Samkvæmt greiningunni versnaði afkoma þeirra garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.

Allur kostnaður hækkað

Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili.

Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá.

Hópurinn sem vann að greiningunni er sammála um að nauðsynlegt sé að halda greiningunni áfram og fjölga þeim sem taka þátt í verkefninu til þess að hægt sé að fá enn fyllri mynd af stöðu greinarinnar. Einnig benda þeir á að útvíkka megi verkefnið og taka inn fleiri tegundir grænmetis í útiræktun og blóm og gera greininguna að enn öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina.

Sjá nánar á blaðsíðu bls. 48–49. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: garðyrkjubændur

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...