Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Arður frá Brautarholti hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti á Hólum 2016.
Arður frá Brautarholti hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti á Hólum 2016.
Mynd / GHP
Fréttir 26. maí 2020

Afkvæmaverðlaun í hrossarækt

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður í hrossarækt - thk@rml.is
Í kjölfar breytinga á kynbótamati í hrossarækt, sem kynnt var í blaðinu fyrir skömmu, voru reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar teknar til endurskoðunar. Þessar nýju reglur voru samþykktar í fagráði nú nýverið og eru kynntar hér.
 
Ein af breytingunum í nýja kynbótamatinu er sú að nú er metið kynbótagildi fyrir svokallaða aðaleinkunn án skeiðs (þar sem vægi skeiðs er tekið út úr útreikningi á aðaleinkunn og dreift hlutfallslega yfir á aðra eiginleika hæfileika). Þótti rétt að horfa einnig til þessarar aðaleinkunnar án skeiðs við verðlaunun á afkvæmahrossum. Nú ná því hryssur heiðursverðlaunum með 5 fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í aðaleinkunn eða aðaleinkunn á skeiðs. Ennfremur ná stóðhestar fyrstu verðlaunum með 15 dæmd afkvæmi og heiðursverðlaunum með 50 dæmd afkvæmi og 118 stig í aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs. Þessi breyting er sannarlega til framfara þar sem nú er horft til fleiri hestgerða þegar afkvæmahross eru heiðruð en afkvæmahross sem eru að gefa að uppistöðu úrvals klárhross með tölti eru sannarlega verðmætir ræktunargripir.
 
Skuggi frá Bjarnarnesi var fyrsti handhafi Sleipnisbikarsins og hlaut hann á Landbúnaðarsýningu í Reykjavík 1947.
 
Sýningar á heiðursverðlauna hryssum með afkvæmum á stórmótum voru aflagðar fyrir nokkrum árum og var síðast gert á landsmóti 2006. Nú eru þær og hafa verið verðlaunaðar á árlegri haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt. Hvað varðar afkvæmaverðlaun stóðhesta er nú breyting á að ekki er lengur krafa að hesturinn sé sýndur með afkvæmum á stórmóti (lands- eða fjórðungsmóti) eða landssýningu  til að hljóta afkvæmaverðlaun. Í framtíðinni munu því allir stóðhestar sem ná afkvæmaverðlaunum hljóta viðurkenningu á haustráðstefnu fagráðs. Á aðalfundi FEIF 2018 voru settar alþjóðlegar reglur um hvaða verðlaunastig afkvæmahrossa í öllum löndum FEIF birtast í WorldFeng og var miðað við reglur Íslands um verðlaunastig fyrir afkvæmahross. Hvað stóðhestana varðar eru nú sömu viðmið alls staðar í FEIF löndunum; 118 stig og 15 dæmd afkvæmi til fyrstu verðlauna og 118 stig og 50 dæmd afkvæmi til heiðursverðlauna. Eini munurinn var að ekki eru gerðar kröfur erlendis um að stóðhestarnar séu sýndir með afkvæmum á stórmótum til að hljóta verðlaunin eins og gert hefur verið hér á landi. Það þótti ekki raunhæft að gera þá kröfu erlendis þar sem afkvæmi hestanna gætu verið í fleiri en einu landi og því afar erfitt að koma afkvæmasýningu við. Þetta á nú einnig við hér á landi. Sýning afkvæmahesta með afkvæmum á stórmótum er því valkvæð.  Þegar stóðhesturinn nær fyrrgreindum verðlaunastigum fara upplýsingarnar inn í Worldfeng og eigandinn getur ákveðið sjálfur hvort hann stillir upp hópi afkvæma á stórmóti eða landssýningu. Að mæta með hóp á stórmót eða landssýningu verður engu að síður skilyrði verðlauna á mótinu og verður t.d. handhafi Sleipnisbikarsins að mæta með hóp á stórmót.
 
Sýningar á afkvæmahópum stóðhesta
 
Hvað varðar sýningar á afkvæma­hópum stóðhesta á stórmótum var einnig farið yfir þann fjölda afkvæma sem þarf að fylgja hestunum. Niðurstaðan var sú að hafa áfram 6 afkvæmi sem fylgja hestum til fyrstu verðlauna en fækka afkvæmum sem fylgja heiðursverðlauna hestum úr 12 í 10. Aðalástæðan fyrir fjölda viðmiðum í þessum afkvæmahópum er að gefa ræktendum góða yfirsýn yfir þá hestgerð sem hver hestur er að gefa. Þó sýningar á afkvæmum stóðhesta séu nú valkvæðar eins og fyrr segir eru þær engu að síður afar verðmætar fyrir ræktunarstarfið, þar sem ræktendur geta borið saman afkvæmahópana og áttað sig enn betur á kynbótagildi hestanna; fyrir utan hvað þær eru gríðarlega skemmtilegar. Reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar eru birtar í heild sinni hérna.
 
Reglur um afkvæmaverðlaun og -sýningar.
 
Lágmörk til verðlauna fyrir afkvæmi eru sem hér segir: 
 
  • Stóðhestar 1. verðlauna fyrir afkvæmi:
    118 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 15 dæmd afkvæmi
  • Stóðhestar heiðursverðlaun:
    118 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 50 dæmd afkvæmi
     
  • Hryssur heiðursverðlaun:
    116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs og a.m.k. 5 dæmd afkvæmi
Hryssur koma ekki til sýningar með afkvæmum, heldur eru þeim hryssum sem ná heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi veittar viðurkenningar á árlegri haustráðstefnu fagráðs í hrossarækt. Stóðhestar sem ná fyrstu- eða heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi hljóta einnig viðurkenningu á haustráðstefnu fagráðs. 
 
Afkvæmasýning á stóðhestum, sem hljóta fyrrgreind verðlauna­stig, á stórmótum (s.s. lands- eða fjórðungsmótum) eða landssýningum er valkvæð en er forsenda verðlauna á mótunum og byggir þá röðun hestanna innbyrðis á aðaleinkunn kynbótamatsins. Um sýningu á stóðhestum með afkvæmum gilda eftirfarandi reglur: 
  • Fjöldi afkvæma sem fylgja skal stóðhestum í afkvæmasýningu skal vera sem hér segir: stóðhestar til heiðursverðlauna 10; stóðhestar til 1. verðlauna 6. 
  • Um útfærslu á sýningu skal samráð haft við sýningarstjórn og mótshaldara á hverjum stað.
  • Öll afkvæmi sem koma fram í afkvæmasýningu skulu hafa hlotið kynbótadóm.
  • Afkvæmahestar geta einungis komið einu sinni til sýninga í hvert verðlaunastig á lands- og fjórðungsmótum þ.e. til 1. verðlauna og heiðursverðlauna og þeir þurfa að vera á lífi og staðsettir á Íslandi. Eignarhald skiptir engu um þátttöku né verðlaunun.
  •  Dómnefnd skal semja dómsorð er lýsi þeim meginþáttum sem einkenna afkvæmahópinn.
  • Sömu reglur gilda almennt um búnað og annað við afkvæmasýningar og þær sem gilda um almennar kynbótasýningar. Hvað varðar járningar er þó heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum þegar um er að ræða sýningahross í afkvæmahópi sem skráð er til þátttöku í gæðinga- eða íþróttakeppni á sama móti. Í slíkum tilvikum er heimilt að fara eftir reglum LH/FEIF um járningu. Þetta á þó eingöngu við um þátttöku hrossins í afkvæmasýningunni sjálfri en ekki ef um er að ræða sýningu þess til kynbótadóms. 
Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...