Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aflétting riðuhafta í varnarhólfum
Fréttir 29. desember 2017

Aflétting riðuhafta í varnarhólfum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þann 31. desember, 2017 munu þrjú varnarhólf á Austurlandi losna undan höftum riðuskilgreiningar. Enn eru þó níu af 26 hólfum á landinu skilgreind sem sýkt og ekki sér fyrir endann á baráttunni við sjúkdóminn.

Matvælastofnun ítrekar því mikilvægi þess að allir sauðfjáreigendur séu vakandi og hafi samband við héraðsdýralækni án tafar, verði þeir varir við einkenni sem gætu bent til riðu.

Á heimasíðu Matvælastofnunnar segir að samkvæmt reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar er svæði skilgreint sem sýkt svæði í 20 ár frá staðfestingu riðutilfellis í hólfinu. Á sýktum svæðum eru allir flutningar á fé milli hjarða innan svæðanna og frá þeim (yfir varnarlínur) bannaðir. Hafi hins vegar ekkert tilfelli verið staðfest í 20 ár í hólfi, telst það hreint. Þann 31. desember 2017 munu þrjú hólf losna undan höftum riðuskilgreiningar. Það eru hólfin Norðausturhólf, Héraðshólf og Austfjarðahólf. Þá má flytja fé frjálst innan þessara hólfa, en áfram gildir þó að ekki er heimilt að flytja fé milli varnahólfa, þ.e.a.s. yfir varnarlínur nema að fengnu leyfi Matvælastofnunar.

Við þessa breytingu verður Suðurfjarðahólf eina varnarhólfið á Austurlandi sem enn telst sýkt. Riðuveikin lék Austfirðinga grátt hér á árum áður. Skipulagður niðurskurður vegna riðuveiki hófst á Austurlandi haustið 1986, þá voru skornar þrjúþúsund kindur. Ári síðar var fimmtánþúsund kindum lógað og haustið þar á eftir þrjúþúsund. Þar með lauk niðurskurði alls fjár á svæði sem afmarkast af botni Reyðarfjarðar að sveitarmörkum Valla og Skriðdals á Héraði norður að Lagarfljóti. Jafnframt var á þessum tíma öllu fé á Borgarfirði eystra lógað.

Í ljósi sögunnar verður áfram mikilvægt að sauðfjáreigendur séu vakandi fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...