Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember. Samkeppniseftirlitið hefur áfrýjað.

Í tilefni af dómnum sendi Samkeppniseftirlitið (SKE) kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra erindi þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms öðluðust búvörulög ekki lagagildi og þar með gilda samkeppnislög um samstarf og samruna kjötafurðastöðva fullum fetum. SKE greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

SKE vildi með erindi sínu gefa kjötafurðastöðvum kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sem kunna að nýtast við athugun á því hvernig bregðast skuli við dómnum.

Heimilt er að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar ef talið er að niðurstaða slíks máls geti haft fordæmisgildi eða verulega þýðingu við beitingu réttarreglna.

Að mati SKE er fordæmisgildið augljóst þegar kemur að beitingu samkeppnislaga vegna samruna kjötafurðastöðva og annarrar háttsemi slíkra félaga sem kann að fara gegn ákvæðum laganna.

Enn fremur getur niðurstaða málsins haft áhrif á túlkun 44. greinar stjórnarskrárinnar um að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.

Málið hefur jafnframt mikla samfélagslega þýðingu þegar litið er til þeirra áhrifa sem undanþáguheimildir búvörulaga hafa á starfsskilyrði bænda og samkeppni á kjötmarkaði.

SKE hefur beint þeim tilmælum til viðkomandi aðila að grípa ekki til neins konar aðgerða sem geta farið gegn samkeppnislögum á meðan málið er fyrir dómstólum.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...