Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála klofin þrátt fyrir að brot MS teljist alvarlegt
Fréttir 22. nóvember 2016

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála klofin þrátt fyrir að brot MS teljist alvarlegt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur kveðið upp úrskurð vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 7. júlí síðastliðnum. Þar komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði.

Í greinargerð áfrýjunarnefndar segir að meirihluti hennar telji að búvörulög víki samkeppnislögum til hliðar og ógildir því efnisniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Minnihluti nefndarinnar telur að MS hafi með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína, og að álögð sekt vegna þess brots hafi verið hæfileg. Nefndin er einhuga um að Mjólkursamsalan hafi framið alvarlegt brot með því að halda mikilvægum gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Sektir vegna þess eru ákveðnar 40 milljónir króna.

Verð til samkeppnisaðila óeðlilega hátt

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur kveðið upp úrskurð vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 7. júlí síðastliðnum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. Á sama tíma fengu MS og tengdir aðilar sama hráefni á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.

Í rökstuðningi samkeppniseftirlitsins segir að þetta hafi verið til þess fallið að veita MS og tengdum aðilum verulegt samkeppnisforskot og geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. Taldi Samkeppniseftirlitið að háttsemin væri til þess fallin að skaða á endanum hagsmuni bæði neytenda og bænda. Þá lá fyrir að MS veitti Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og lét undir höfuð leggjast að upplýsa eftirlitið um mikilvæg gögn.

Alvarlegt brot á samkeppnislögum
Meirihluti og minnihluti nefndarinnar eru sammála Samkeppniseftirlitinu um að Mjólkursamsalan hafi með alvarlegum hætti brotið samkeppnislög með því að halda mjög mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Hafi félagið torveldað rannsóknina með því háttalagi.

Staðfesti nefndin þá stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á MS vegna þessa. 

Nefndin klofin
Í úrskurði sínu klofnaði áfrýjunarnefndin vegar í afstöðu sinni til þess hvort um misnotkun á markaðsráðandi stöðu hefði verið að ræða. Þannig byggir meirihluti nefndarinnar,tveir nefndarmenn, á því að ákvæði búvörulaga, sem heimilar mjólkurafurðastöðvum samstarf sem ella væri ólögmætt samkvæmt samkeppnislögum, hafi í raun heimilað MS að selja hrámjólk á lægra verði til tengdra aðila heldur en til sjálfstæðra afurðastöðva.

Á þessum forsendum fellir meirihlutinn ákvörðun Samkeppniseftirlitsins út gildi að þessu leyti.

Minnihluti nefndarinnar, formaður nefndarinnar, lýsti sig hins vegar sammála þeirri niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að MS „hafi brotið alvarlega gegn 11. gr. samkeppnislaga. Einnig tel ég að sú sekt sem ákveðin var í hinni kærðu ákvörðun sé rétt ákveðin ...“

Nefndin fellst ekki á gagnrýni MS á málsmeðferð og rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið mun nú fara yfir úrskurðinn og taka afstöðu til þess hvort rétt sé að bera hann undir dómstóla.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...