Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum
Fréttir 25. september 2018

Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn af möguleikum Breta eftir að úrsögn þeirra úr Evrópu­sambandinu tekur að fullu gildi er að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af slíkum innflutningi út frá lýðheilsusjónarmiðum.

Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns í Bandaríkjum Norður-Ameríku er mun meiri í Evrópu og á Bretlandseyjum. Að öllu jöfnu er talið að notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns sé fimm sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkunin er misjöfn milli búfjárstofna og mest er hún í nautgriparækt, eða sextán sinnum meiri og dæmi um að hún hafi verið þrjátíu sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkun sýklalyfja í kjúklingarækt er þrisvar sinnum meiri, sex sinnum meiri í svínarækt og fimm sinnum meiri í kalkúnaeldi í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns er bönnuð á Íslandi.

Innflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum er bannaður víðast í Evrópu vegna þessa.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sem vaxtarhormóns og hættan á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum er eitt af stærstu yfirvofandi heilbrigðisvandamálum heimsins í dag, að sögn Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar og fleiri aðila sem láta sig lýðheilsumál varða.

Eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu standa Bretar í samningaviðræðum við Evrópusambandið um áframhaldandi innflutning á matvælum til landsins. Einnig eru Bretar að skoða möguleika á því að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum.

Ekki eru allir á eitt sáttir við að gerðir verði samningar við Bandaríkin um innflutning landbúnaðarvara og bera fyrir sig lýðheilsusjónarmiðum og segja hættuna á sýkingu og jafnvel faraldri af völdum sýklalyfjaónæmra baktería vera of mikla.

Skylt efni: Brexit | Matvælaöryggi

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...