Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Áherslur voru skerptar á ársfundi Norrænu bændasamtakanna seint í sumar. Hér eru þeir Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, á ráðstefnunni.
Áherslur voru skerptar á ársfundi Norrænu bændasamtakanna seint í sumar. Hér eru þeir Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, á ráðstefnunni.
Mynd / SLA
Fréttir 9. október 2023

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsenda þess að tryggja fæðuframboð til framtíðar er að stjórnmála- og efnahagsstefna ríkja veiti sem mestan stöðugleika.

Á ársfundi Norrænu bændasamtakanna, Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), í Billund seint í sumar var lögð skýr áhersla á að stöðugleika yrði að efla í ótryggum heimi þar sem óvissa um framtíðina er mikil. Þangað kom saman forystufólk úr félagsmálum bænda á Norðurlöndum. Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, sótti fundinn ásamt Ísak Jökulssyni og Gunnari Þorgeirssyni og Stellu B. Helgadóttur frá Bændasamtökum Íslands.

„Helstu áherslumál fundarins voru umhverfismál og áhersla á að norrænir bændur væru, og yrðu áfram, leiðandi í grænum lausnum í matvælaframleiðslu og ekki síður orkuöflun,“ segir Steinþór Logi. „Enn fremur að norrænn landbúnaður hljóti viðurkenningu fyrir framfarir og árangur í loftslagsmálum og matvælaframleiðslu. Matvæli þessara landa eru holl, sjálfbær og með lágmarks loftslagsáhrif.“

Áhyggjur á Norðurlöndum af nýliðun

Steinþór Logi segir að talsvert hafi farið fyrir jafnréttismálum en athygli vakti hvað Ísland virðist standa þar framarlega af Norðurlöndunum, hvort sem er í landbúnaði eða samfélaginu almennt. Þó þurfi áfram að horfa gagnrýnum augum á stöðuna og vera á varðbergi. Mikilvægt sé til að mynda að þátttaka í félagsmálum og eignarhald í landbúnaði sé á sem breiðustum grunni.

Talsverðar áhyggjur eru á Norðurlöndunum um nýliðun í bændastéttinni, að sögn Steinþórs Loga. „Talsvert var rætt um mikilvægi þess að tryggja endurnýjun og hvað mætti gera til þess,“ segir hann. „Kynntar voru niðurstöður sænskrar rannsóknar um unga bændur og kynslóðaskipti sem vakti áhuga okkar ungra bænda hérlendis, enda samhljómur um margar áskoranir.

Ísland má ekki verða eftirbátur

Veganesti okkar heim frá fundinum er að forsenda öflugs landbúnaðar í framtíðinni er stöðugleiki og svigrúm til nýsköpunar og þróunar. Ísland má ekki verða eftirbátur þar og brýnt að veita stjórnvöldum þrýsting til þess. Það verða að vera aðstæður til að kynslóðaskipti eigi sér stað, sem um þessar mundir er ansi krefjandi í þungu rekstrarumhverfi,“ segir Steinþór Logi að endingu.

Skylt efni: nýliðun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...