Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áherslur voru skerptar á ársfundi Norrænu bændasamtakanna seint í sumar. Hér eru þeir Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, á ráðstefnunni.
Áherslur voru skerptar á ársfundi Norrænu bændasamtakanna seint í sumar. Hér eru þeir Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, á ráðstefnunni.
Mynd / SLA
Fréttir 9. október 2023

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsenda þess að tryggja fæðuframboð til framtíðar er að stjórnmála- og efnahagsstefna ríkja veiti sem mestan stöðugleika.

Á ársfundi Norrænu bændasamtakanna, Nordens Bondeorganisationers Centralråd (NBC), í Billund seint í sumar var lögð skýr áhersla á að stöðugleika yrði að efla í ótryggum heimi þar sem óvissa um framtíðina er mikil. Þangað kom saman forystufólk úr félagsmálum bænda á Norðurlöndum. Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, sótti fundinn ásamt Ísak Jökulssyni og Gunnari Þorgeirssyni og Stellu B. Helgadóttur frá Bændasamtökum Íslands.

„Helstu áherslumál fundarins voru umhverfismál og áhersla á að norrænir bændur væru, og yrðu áfram, leiðandi í grænum lausnum í matvælaframleiðslu og ekki síður orkuöflun,“ segir Steinþór Logi. „Enn fremur að norrænn landbúnaður hljóti viðurkenningu fyrir framfarir og árangur í loftslagsmálum og matvælaframleiðslu. Matvæli þessara landa eru holl, sjálfbær og með lágmarks loftslagsáhrif.“

Áhyggjur á Norðurlöndum af nýliðun

Steinþór Logi segir að talsvert hafi farið fyrir jafnréttismálum en athygli vakti hvað Ísland virðist standa þar framarlega af Norðurlöndunum, hvort sem er í landbúnaði eða samfélaginu almennt. Þó þurfi áfram að horfa gagnrýnum augum á stöðuna og vera á varðbergi. Mikilvægt sé til að mynda að þátttaka í félagsmálum og eignarhald í landbúnaði sé á sem breiðustum grunni.

Talsverðar áhyggjur eru á Norðurlöndunum um nýliðun í bændastéttinni, að sögn Steinþórs Loga. „Talsvert var rætt um mikilvægi þess að tryggja endurnýjun og hvað mætti gera til þess,“ segir hann. „Kynntar voru niðurstöður sænskrar rannsóknar um unga bændur og kynslóðaskipti sem vakti áhuga okkar ungra bænda hérlendis, enda samhljómur um margar áskoranir.

Ísland má ekki verða eftirbátur

Veganesti okkar heim frá fundinum er að forsenda öflugs landbúnaðar í framtíðinni er stöðugleiki og svigrúm til nýsköpunar og þróunar. Ísland má ekki verða eftirbátur þar og brýnt að veita stjórnvöldum þrýsting til þess. Það verða að vera aðstæður til að kynslóðaskipti eigi sér stað, sem um þessar mundir er ansi krefjandi í þungu rekstrarumhverfi,“ segir Steinþór Logi að endingu.

Skylt efni: nýliðun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...