Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning
Fréttir 23. febrúar 2016

Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning

Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna samningsdraga þeirra sem kynnt hafa verið af fulltrúum bænda í samninganefnd um nýjan búvörusamning,“ segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í Félagi þingeyskra kúabænda sem haldinn var á Breiðumýri fyrir skömmu. 
 
Um 50 manns sóttu fundinn, 12 greiddu atkvæði með ályktuninni en 4 á móti, þannig að um 35 manns greiddu ekki atkvæði.  
 
Annmarka má sníða af án þess að afleggja kerfið
 
Fram kemur í ályktuninni að fundurinn telji helstu annmarka á núverandi greiðslumarkskerfi vera viðskipti með greiðslumarkið, en að mati fundarins sé hægt að sníða þá annmarka af því kerfi án þess að það sé aflagt. Bendir fundurinn í því sambandi á tillögur hóps eyfirskra bænda sem virðist uppfylla það skilyrði. Þá telur fundurinn að það mark að ekki skuli skerða gripagreiðslur fyrr en við 120 kýr, eða fleiri, sé sett of hátt.
 
„Það er mikilvægt að viðhalda þeirri ímynd að íslenskur landbúnaður verði í sátt við umhverfið, sátt við náttúruna og leggi sig sérstaklega eftir sátt við neytendur. Sérstaklega verði horft til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings,“ segir í ályktuninni. 
Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...