Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum
Fréttir 13. júlí 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem greint er frá fjölda laxa og silunga sem veiddir voru árið 2021.

Samkvæmt gögnunum voru það 41.035 laxar, 48.381 urriðar og 55.785 bleikjur. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 alls 399.

Heildarfjöldi stangveiða veiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxm, sem er 8.663, 19,2%, minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minni veiði á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Aukning í hnúðlaxi

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði.

Samkvæmt skýrslunni er vitað um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589, eða 53,7%, sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa var 16.872. Af stangveiðiveiddum löxum voru 28.705 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 7.756 laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 46.832 kíló.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar sem vógu samtals 37.654 kíló.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður sem var 18,4%.

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn rúm 12,5 tonn. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá, en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn rétt rúm tólf tonn. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Skylt efni: lax | hnúðlax

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...