Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Laxá í Dölum
Laxá í Dölum
Fréttir 13. júlí 2022

Aldrei veiðst fleiri hnúðlaxar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu þar sem greint er frá fjölda laxa og silunga sem veiddir voru árið 2021.

Samkvæmt gögnunum voru það 41.035 laxar, 48.381 urriðar og 55.785 bleikjur. Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 alls 399.

Heildarfjöldi stangveiða veiddra laxa árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxm, sem er 8.663, 19,2%, minni veiði en árið 2020. Af einstökum landshlutum þá var aukning í veiði í ám á Reykjanesi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra en minni veiði á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðurlandi.

Aukning í hnúðlaxi

Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar í ám hér á landi en sumarið 2021 en þá voru skráðir samtals 339 hnúðlaxar í stang- og netaveiði. Í stangveiði voru skráðir 323 hnúðlaxar og 16 skráðir í netaveiði.

Samkvæmt skýrslunni er vitað um hnúðlaxa úr fleiri ám sem ekki voru skráðir í veiðibækur eða skilað gögnum um.

Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589, eða 53,7%, sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa var 16.872. Af stangveiðiveiddum löxum voru 28.705 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 7.756 laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri. Alls var þyngd landaðra laxa í stangveiði 46.832 kíló.

Alls voru skráðir 43.389 urriðar í stangveiði sumarið 2021 en hlutfall urriða sem var sleppt var 33,1% sem er hér um bil sama tala og var sleppt árið 2020. Afli urriða var 29.043 fiskar sem vógu samtals 37.654 kíló.

Alls voru skráðar 30.726 bleikjur í stangveiði árið 2021. Hlutfall bleikju sem var sleppt var 45,2% sem var mun hærra hlutfall en árið áður sem var 18,4%.

Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn rúm 12,5 tonn. Eins og undanfarin ár var netaveiði mest stunduð í stóru ánum á Suðurlandi, Ölfusá-Hvítá og Þjórsá, en þar veiddust 4.344 laxar í net og var aflinn rétt rúm tólf tonn. Lítið var um netaveiði í öðrum landshlutum.

Skráð silungsveiði í net á landinu öllu var 5.002 urriðar og 25.059 bleikjur.

Skylt efni: lax | hnúðlax

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...