Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá fundinum á Bjarnastöðum og erindi dr. Ólafs R. Dýrmundssonar um bújörðina Bessastaði og landbúnað á Álftanesi.
Frá fundinum á Bjarnastöðum og erindi dr. Ólafs R. Dýrmundssonar um bújörðina Bessastaði og landbúnað á Álftanesi.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 16. maí 2017

Álftanes og Bessastaðir voru mun áhrifameiri en oftast er talið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi, hefur verið mun merkilegri í landbúnaðarsögu Íslands en haldið hefur verið á lofti. Það kom glögglega fram í erindi sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson hélt í gamla skólahúsinu á Bjarnastöðum á Álftanesi  laugardaginn 6. maí.
 
Það var Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness sem  stóðu að fræðsluerindi og gönguferð í Bessastaðanesi laugardaginn 6. maí sl. 
 
Ólafur R. Dýrmundsson. 
Í erindi dr. Ólafs, sem hann nefndi „Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi“,  kom hins vegar fram að í hugum flestra Íslendinga hafi fyrst verið ræktaðar kartöflur á Íslandi í Sauðlauksdal við Patreksfjörð 1760 af séra Birni Halldórssyni. Minna er þó haldið á lofti þeirri staðreynd að sænski baróninn Wilhelm Hastfer ræktaði kartöflur á Bessastöðum fyrstur manna á Íslandi tveimur árum áður, eða sumarið 1758. Þá stundaði Lauritz Thodal sem var stiftamtmaður á árunum 1770 til 1785, töluverða kartöflurækt á Bessastöðum í framhaldi af tilraun Hastfer. Haustið 1776 var kartöfluuppskeran hjá honum t.d. 13 og hálf tunna. 
 
Það verður þó ekki af séra Bjarna skafið að hann var samkvæmt heimildum fyrstur innfæddra Íslendinga til að hefja kartöflurækt hér á landi, allavega á síðari öldum. 
 
Umdeild saga landnáms
 
Fátt er þó vitað með vissu um ræktunartilburði frumbyggja landsins og margt bendir reyndar til að sagnfræðin sem kennd hefur verið um landnám Íslands 874 standist illa eða alls ekki. Ýmsar seinni tíma rannsóknir og örnefni þykja líka benda til að hér hafi menn af írskum uppruna hafið búsetu mun fyrr en Ingólfur Arnarson. 
 
Trjárækt og sagnfræðin
 
Líkt hefur verið farið með frásagnir um fyrstu tilraunir í skógrækt í kjölfar kuldaskeiðsins sem hófst á Íslandi upp úr miðri þrettándu öld. Þó halda megi fram með réttu að samfelldar tilraunir til skógræktar á Íslandi megi rekja til Furulundarins á Þingvöllum árið 1898, þá hófust skógræktartilraunir fyrst á Bessastöðum nær 130 árum fyrr. 
 
Í erindi dr. Ólafs  kom fram að tilraunir við trjárækt voru gerðar á Álftanesi fyrir tilstuðlan Lauritz Thodal þegar árið 1770. Þá flutti hann inn trjátegundir í tilraunaskyni sem áttu þó erfitt uppdráttar á berangrinu og í særokinu á Bessastöðum. Þetta var 127 árum fyrr en plantað var í furulundinn á Þingvöllum. 
 
Skógræktartilraunirnar á Þingvöllum 1899 voru einnig að tilstuðlan Dana. Þar var á ferð danski  sjóliðsforinginn Carl H. Ryder. Hann fékk skógfræðiprófessorinn Carl V. Prytz til liðs við sig og saman stofnuðu þeir Islands Skovsag. Sama ár keypti ríkið tvo höfuðskóga Íslands, Hallormsstaðaskóg og Vaglaskóg, til að forða þeim frá eyðingu. Með lögunum var Skógrækt ríkisins síðan stofnuð og Agner F. Kofoed-Hansen var síðan ráðinn skógræktarstjóri og tók hann til starfa 15. febrúar 1908.
 
Stórbú á Bessastöðum
 
Þá kom  líka fram í orðum dr. Ólafs að á Bessastöðum var um tíma rekið stórbú með töluverðri túnrækt. Um 1941 þegar Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti Íslands, kom að Bessastöðum voru túnin  um 30 hektarar og af þeim fengust  um 1400 hestburðir. Var þetta þá að sögn Ólafs með merkilegri jörðum á landinu. Þá og löngu áður hafði verið stunduð nautgriparækt á jörðinni, sauðfjárrækt, hrossarækt, alifuglarækt, kornrækt, hörrækt, dúntekja og grænmetisrækt af ýmsum toga. 
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson hefur áður haldið erindi um þátt Bessastaða og Álftaness í landbúnaðarsögu Íslands. Það var á málþingi Félags um átjándu aldar fræði sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni í maí á síðasta ári. Bændablaðið mun reyna að gera búskap á Bessastöðum og Álftanesi betur skil síðar. 
 
Eftir erindið var farin gönguferð um Bessastaðanes. Þar benti Ólafur á kennileiti sem afmarka afrétt Álftnesinga og sagði: „Það sjást bókstaflega öll fjöll þarna, eins konar „panorama“, líkt og þegar maður er úti í Garði á Reykjanesskaga.“ 
 
Ólafur vakti athygli á að þótt afrétturinn væri orðinn að þjóðlendu, þá væri beitarrétturinn óskertur sem slíkur. Samið hafi verið um að nýta megi afgirt fjárhólf í Krýsuvík.
 
Gísli Guðjónsson, sonur umsjónarmanns æðarvarpsins í Bessastaðanesi,  leiddi gönguna um svæðið og kynnti hvernig staðið væri að æðarræktinni þar. Hann útskýrði hvernig aðstæður gætu ráðið því að fuglinn sækir nú í að verpa í kjarrgróðri á einum hólma, á meðan varp dregst saman á öðrum hólma, þar sem hvönn hefur haslað sér völl. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...