Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar
Fréttir 19. mars 2020

Allir ætla að vinna heima - vefmyndavélar víða uppseldar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir vefmyndavélum í tölvuvöruverslunum undanfarna daga. Er svo komið að í stærstu verslunum landsins á þessu sviði eru vefmyndavélar uppseldar og jafnvel næstu pantanir líka.

Greinilegt er að mikill fjöldi fólks er að undirbúa það að geta unnið frá sínu heimili í gegnum tölvur ef það lendir í einangrun vegna útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þá er fólk líka að undirbúa að geta haldið fundi með samstarfsfólki sínu yfir netið, en til þess þarf búnað eins og vefmyndavélar.  

Blaðamaður Bændablaðsins fór á stúfana í sömu erindagjörðum og fjöldi annarra í dag og kom þá í ljós að vefmyndavélar voru að verða, eða þegar orðnar uppseldar í flestum verslunum. Þannig var staðan t.d. í Elko og aðeins örfáar vélar eftir sem voru ekki efstar á vinsældalistum neytenda. Sölumaður greindi blaðamanni frá því að sama væri uppi á teningnum út um alla Evrópu. Menn væru að leita að leita að tiltækum vefmyndavélum út um allt. 

Í Tölvulistanum var sama sagan, en þar var allt uppselt að sögn starfsmanns og búið að selja upp allar þær vélar sem voru í pöntun.  Í versluninni Att í Kópavogi var líka allt uppselt og búið að selja fyrirfram allar vefmyndavélar sem búið var að panta. 

Skylt efni: COVID-19

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...