Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Fréttir 29. júlí 2021

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur verið grænmetismarkaður í 20 ár.

Á hverju ári bætist við úrvalið og er þar að finna fjölbreyttan varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, blóm, glænýjan silung úr Þingvallavatni, hunang, umhverfisvænar sápur með ýmiss konar jurtum ásamt veitingum frá ýmsum þjóðlöndum.

Blaðamaður Bændablaðsins átti leið um Mosskóga á dögunum, þegar annar markaður sumarsins var haldinn. Opið er allar helgar, laugardag og sunnudag fram í september/október, allt eftir því hvað veðrið leyfir. Það var hin fínasta sumarstemning á markaðnum en Jón segir þau fara rólega af stað og auglýsa lítið í byrjun þannig að þau nái að anna eftirspurn.

„Við auglýsum okkur á Facebook en þegar á líður sumarið verður meira úrval og því förum við hægt í sakirnar til að byrja með. Ég byrjaði hér með trjárækt en fór svo smátt og smátt út í grænmetið og var í raun algjör tilviljun að við byrjuðum með markaðinn á sínum tíma. Það kom viðtal í Morgunblaðinu og það varð algjör sprenging hér, komu um tvö þúsund manns og allt tæmdist á augabragði. Síðan hefur þetta fest sig í sessi og það er alltaf jafn góð og hugguleg stemning hérna sem fólk sækir í, en núna má eiginlega segja að þetta sé orðið bændamarkaður því úrvalið er mun meira en eingöngu grænmeti,“ útskýrir Jón Jóhannsson í Mosskógum. 

Glæsileg blóm voru til sölu frá Dalsgarði.

Það er ekki amalegt að geta keypt sér nýveiddan silung beint upp úr Þingvallavatni.

Þessi mæðgin seldu alls kyns tegundir af hunangi frá heimalandi sínu. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...