Allt að 18% minni uppskera
Miklir þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino eru taldir geta dregið úr kaffibaunauppskeru í Kólumbíu um allt að 18% á seinni ræktunartímabili ársins.
Ekki er nóg með að þurrkarnir dragi úr vexti plantnanna heldur eru þeir einnig kjöraðstæður fyrir bjöllutegund sem leggst á kaffirunnana af miklum krafti sem veldur því að notkun skordýraeiturs eykst.
Kaffibaunauppskera er tvisvar á ári í mörgum héruðum Kólumbíu og hefur aukist um 10% á fyrri hluta ársins frá sama tíma árið áður en spár gera nú ráð fyrir 15% á seinni hluta ársins.
Kaffiræktun í Kólumbíu var fyrir miklu áfalli árið 2013 vegna ryðsvepps og hefur þurft að fella runna á þúsundum hektara vegna þess og planta nýjum.
Samkvæmt Kaffifréttum í Úganda er einnig búist við samdrætti í framleiðslu þar vegna þurrka á seinni hluta ársins.