Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Allt að 18% minni uppskera
Fréttir 12. október 2015

Allt að 18% minni uppskera

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar sem tengjast veðurfyrirbærinu El Nino eru taldir geta dregið úr kaffibaunauppskeru í Kólumbíu um allt að 18% á seinni ræktunartímabili ársins.

Ekki er nóg með að þurrkarnir dragi úr vexti plantnanna heldur eru þeir einnig kjöraðstæður fyrir bjöllutegund sem leggst á kaffirunnana af miklum krafti sem veldur því að notkun skordýraeiturs eykst.

Kaffibaunauppskera er tvisvar á ári í mörgum héruðum Kólumbíu og hefur aukist um 10% á fyrri hluta ársins frá sama tíma árið áður en spár gera nú ráð fyrir 15% á seinni hluta ársins.

Kaffiræktun í Kólumbíu var fyrir miklu áfalli árið 2013 vegna ryðsvepps og hefur þurft að fella runna á þúsundum hektara vegna þess og planta nýjum.

Samkvæmt Kaffifréttum í Úganda er einnig búist við samdrætti í framleiðslu þar vegna þurrka á seinni hluta ársins.

Skylt efni: uppskera

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...