Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni
Fréttir 23. maí 2017

Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á meðan atvinnuástand er orðið nokkuð gott á sumum svæðum innan Evrópusambandsins, sértaklega í Þýskalandi, er það enn afleitt á öðrum svæðum. Var atvinnuleysið frá 2,1% til allt að 31,3% að meðaltali inna ESB-ríkjanna í lok árs 2016. 
 
Meðaltal atvinnuleysis innan ESB-ríkjanna var 8,6% samkvæmt úttekt Eurostat sem birt var 27. apríl síðastliðinn. Atvinnuleysi ungs fólks rokkaði hins vegar á bilinu 4% til 70%.
 
Staða ungs fólks víða hrikaleg
 
Atvinnustaða ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára er enn víða skelfileg. Verst er staða þessa hóps í Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni, en þar mældist atvinnuleysið 69,1%, 63,3% í Autónoma de Ceuta-héraði og 57,9% í Andalúsíu á Spáni. Þá er atvinnuleysi ungs fólks einnig mjög mikið, eða á milli 52 til 60%  í þrem héruðum í Grikklandi, þrem héruðum á Ítalíu og í Mayotte-héraði í Frakklandi.
 
Ólík staða hjá þýskum og breskum ungmennum að hluta
 
Á sama tíma býr ungt fólk í níu héruðum í Þýskalandi aðeins við 4,3 til 6,9% atvinnuleysi. Þá er staða þessa hóps í Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi tiltölulega góð, eða 6,6% atvinuleysi. 
 
Enn afleit staða í Grikklandi og á Spáni
 
Þegar horft er á svæðisbundið meðaltalsatvinnuleysi allra aldurshópa er staðan verst í Dytiki Makedonia í Grikklandi, eða 31,3%. Þar á eftir kemur Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni með 30,8% atvinnuleysi og Dytiki Ellada í Grikklandi með 29,8%. Síðan kemur Andalúsía á Spáni með 28,9% atvinnuleysi, Extreamdura á Spáni með 27,5%, Mayotte í Frakklandi með 27,1%, Kanaríeyjar (Spánn) með 26,1%, Thessalia-hérað í Grikklandi með 25,5%, Sterea Ellada í Grikklandi með 25% og Ciudad Autónoma de Ceuta á Spáni með 24,9% atvinnuleysi. 
 
Best er atvinnustaðan í ESB ríkjunum í Þýskalandi
 
Best er atvinnustaðan samkvæmt úttekt Eurostat í 7 héruðum í Þýskalandi með þá á bilinu 2,1 til 2,7% atvinnuleysi. Í Prag-héraði í Tékklandi er meðaltalsatvinnuleysið 2,2%  og 2,7% í Nyugat-Dunántúl héraði í Ungverjalandi og það sama átti við um Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi.   
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...