Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni
Fréttir 23. maí 2017

Allt að 70% atvinnuleysi ungs fólks í sumum héruðum á Spáni

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á meðan atvinnuástand er orðið nokkuð gott á sumum svæðum innan Evrópusambandsins, sértaklega í Þýskalandi, er það enn afleitt á öðrum svæðum. Var atvinnuleysið frá 2,1% til allt að 31,3% að meðaltali inna ESB-ríkjanna í lok árs 2016. 
 
Meðaltal atvinnuleysis innan ESB-ríkjanna var 8,6% samkvæmt úttekt Eurostat sem birt var 27. apríl síðastliðinn. Atvinnuleysi ungs fólks rokkaði hins vegar á bilinu 4% til 70%.
 
Staða ungs fólks víða hrikaleg
 
Atvinnustaða ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára er enn víða skelfileg. Verst er staða þessa hóps í Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni, en þar mældist atvinnuleysið 69,1%, 63,3% í Autónoma de Ceuta-héraði og 57,9% í Andalúsíu á Spáni. Þá er atvinnuleysi ungs fólks einnig mjög mikið, eða á milli 52 til 60%  í þrem héruðum í Grikklandi, þrem héruðum á Ítalíu og í Mayotte-héraði í Frakklandi.
 
Ólík staða hjá þýskum og breskum ungmennum að hluta
 
Á sama tíma býr ungt fólk í níu héruðum í Þýskalandi aðeins við 4,3 til 6,9% atvinnuleysi. Þá er staða þessa hóps í Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi tiltölulega góð, eða 6,6% atvinuleysi. 
 
Enn afleit staða í Grikklandi og á Spáni
 
Þegar horft er á svæðisbundið meðaltalsatvinnuleysi allra aldurshópa er staðan verst í Dytiki Makedonia í Grikklandi, eða 31,3%. Þar á eftir kemur Ciudad Autónoma de Melilla á Spáni með 30,8% atvinnuleysi og Dytiki Ellada í Grikklandi með 29,8%. Síðan kemur Andalúsía á Spáni með 28,9% atvinnuleysi, Extreamdura á Spáni með 27,5%, Mayotte í Frakklandi með 27,1%, Kanaríeyjar (Spánn) með 26,1%, Thessalia-hérað í Grikklandi með 25,5%, Sterea Ellada í Grikklandi með 25% og Ciudad Autónoma de Ceuta á Spáni með 24,9% atvinnuleysi. 
 
Best er atvinnustaðan í ESB ríkjunum í Þýskalandi
 
Best er atvinnustaðan samkvæmt úttekt Eurostat í 7 héruðum í Þýskalandi með þá á bilinu 2,1 til 2,7% atvinnuleysi. Í Prag-héraði í Tékklandi er meðaltalsatvinnuleysið 2,2%  og 2,7% í Nyugat-Dunántúl héraði í Ungverjalandi og það sama átti við um Berks-, Buckingham- og Oxfordskíri í Bretlandi.   
 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...