Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2020

Allt ferskt kjöt verði með sýnilegum upprunamerkingum

Höfundur: smh

Í 18. tölublaði Bændablaðsins var fjallað um tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem var skilað til ráðherra á dögunum. Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra er kölluð „finnska leiðin“ og gengur út á að skylda staði sem selja óforpökkuð matvæli til að upplýsa viðskiptavini sína með sýnilegum upplýsingum um uppruna þess ferska kjöts og kjöthakks sem þeir hafa í boði.

Þær þurfi þó ekki að vera á matseðli heldur geti verið á töflu eða í bæklingi. Í dag er einungis skylt að veita slíkar upplýsingar munnlega. Reglugerðin, sem tók gildi í Finnlandi þann 1. maí 2019, hefur tveggja ára gildistíma og skulu Finnar skila inn umsögn um áhrif og virkni hennar til framkvæmdastjórnar ESB að honum loknum.

Bæta skilyrði og stöðu neytenda

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, formanns samráðshópsins, fjallaði hópurinn ítarlega um þessa tillögu. „Markmiðið með henni er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun tengda uppruna þess ferska kjöts sem er á boðstólum á veitingastöðum, mötuneytum og öðrum stöðum sem selja óforpökkuð matvæli og tekur til þess kjöts sem skylt er að upprunamerkja þegar því er forpakkað. Eins og fram kemur í skýrslunni voru skiptar skoðanir meðal þeirra veitingamanna sem hópurinn ræddi við. Rekstraraðilar lítilla veitingastaða sáu mestu hindranirnar sem tengdust fyrst og fremst mögulegum viðbótarkostnaði tengdum auknu eftirliti sem og aukinni vinnu, þar sem uppruni kjöts í sama réttinn getur verið breytilegur milli sendinga og matseðlar sumra breytast reglulega.“

Tillagan beinir því til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp slíkar reglur hér á landi verði reynsla Finna góð. En óháð því vildi hópurinn að rekstraraðilar yrðu hvattir til að eiga frumkvæði að því að upplýsa neytendur um uppruna þess kjöts sem þeir hafa á boðstólum,“ segir Oddný enn fremur.

Skylt efni: upprunamerkingar

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...