Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Samkvæmt „finnsku leiðinni“ er skylda að upplýsa neytendur um uppruna ópakkaðs kjöts.
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2020

Allt ferskt kjöt verði með sýnilegum upprunamerkingum

Höfundur: smh

Í 18. tölublaði Bændablaðsins var fjallað um tillögur samráðshóps um betri merkingar matvæla, sem var skilað til ráðherra á dögunum. Tillögurnar eru tólf, en ein þeirra er kölluð „finnska leiðin“ og gengur út á að skylda staði sem selja óforpökkuð matvæli til að upplýsa viðskiptavini sína með sýnilegum upplýsingum um uppruna þess ferska kjöts og kjöthakks sem þeir hafa í boði.

Þær þurfi þó ekki að vera á matseðli heldur geti verið á töflu eða í bæklingi. Í dag er einungis skylt að veita slíkar upplýsingar munnlega. Reglugerðin, sem tók gildi í Finnlandi þann 1. maí 2019, hefur tveggja ára gildistíma og skulu Finnar skila inn umsögn um áhrif og virkni hennar til framkvæmdastjórnar ESB að honum loknum.

Bæta skilyrði og stöðu neytenda

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, formanns samráðshópsins, fjallaði hópurinn ítarlega um þessa tillögu. „Markmiðið með henni er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun tengda uppruna þess ferska kjöts sem er á boðstólum á veitingastöðum, mötuneytum og öðrum stöðum sem selja óforpökkuð matvæli og tekur til þess kjöts sem skylt er að upprunamerkja þegar því er forpakkað. Eins og fram kemur í skýrslunni voru skiptar skoðanir meðal þeirra veitingamanna sem hópurinn ræddi við. Rekstraraðilar lítilla veitingastaða sáu mestu hindranirnar sem tengdust fyrst og fremst mögulegum viðbótarkostnaði tengdum auknu eftirliti sem og aukinni vinnu, þar sem uppruni kjöts í sama réttinn getur verið breytilegur milli sendinga og matseðlar sumra breytast reglulega.“

Tillagan beinir því til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp slíkar reglur hér á landi verði reynsla Finna góð. En óháð því vildi hópurinn að rekstraraðilar yrðu hvattir til að eiga frumkvæði að því að upplýsa neytendur um uppruna þess kjöts sem þeir hafa á boðstólum,“ segir Oddný enn fremur.

Skylt efni: upprunamerkingar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...