Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. júní ár hvert
Fréttir 1. júní 2021

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. júní ár hvert

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsti júní ár hvert hefur verið tileinkaður því að fagna og kynna starfsemi tengdri mjólk og mjólkurframleiðslu. Í ár er þemað „sjálfbærni í mjólkurframleiðslu“. 

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2001 á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Tilgangurinn er að kynna mikilvægt hlutverk mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins útfrá efnahagslegum, næringarlegum og félagslegum ávinningi. 

Styður við afkomu milljóna manna

Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum og skapar hlutfallslega fleiri störf í þróunarlöndum, en þar er algengt að það sé hlutverk kvenna að sinna mjólkurbúskapnum, sem styður við jafnrétti kynjanna. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða skapar mjólkurframleiðslan líka jafnt tekjuflæði til framleiðenda. Þá fellur líka til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína.

550 mjólkurframleiðendur á Íslandi

Á Íslandi eru um 550 framleiðendur sem framleiða yfir 150 milljón lítra mjólkur á hverju ári. Búin eru dreifð hringinn í kringum landið og eru mikilvægur hluti af byggðafestu. 

Mjólkurframleiðslan styður líka við margar aðrar greinar; dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Og svo auðvitað afurðastöðvarnar bæði í mjólk og kjöti.

25 þúsund mjólkukýr á Íslandi

Heildarfjöldi mjólkurkúa á Íslandi er um 25.000 á þessum 550 búum. Til samanburðar er stærsti mjólkurframleiðandi í heimi, sem er í Kína, með 100.000 mjólkandi kýr. Á Spáni er svo verið að byggja fyrir 20.000 kýr, sem yrði þá stærsti einstaki framleiðandi mjólkur í Evrópu, með um 300 manns í vinnu. 

Meðalbústærðin á Íslandi er rétt undir 50 kúm. Ef við miðum okkur við löndin sem eru nær okkur þá er meðalbúið í Danmörku með um 200 kýr, Svíþjóð með 95, Finnland með 45 og Noregur rekur lestina með tæplega 30 kýr að meðaltali. Meðalbústærð á Norðurlöndunum er því um 70 kýr. 

Við erum með okkar eigin mjólkurkúakyn, íslensku kúna. Hún er minni en margar tegundir í löndunum í kringum okkur en er líklega best þekkt fyrir litafjölbreytileika sem finnst ekki annars staðar. 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...