Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
„Þegar ég hef gengið á stjórnarmenn í KS og innt þá svara um þessa niðurstöðu, fást svör á borð við þau að bændur í öðrum sóknum eigi nú ekki að vera öfundsjúkir og að 300 kr. á lítra sé „sanngjarnt verð“,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson meðal annars í grein sinni.
„Þegar ég hef gengið á stjórnarmenn í KS og innt þá svara um þessa niðurstöðu, fást svör á borð við þau að bændur í öðrum sóknum eigi nú ekki að vera öfundsjúkir og að 300 kr. á lítra sé „sanngjarnt verð“,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson meðal annars í grein sinni.
Mynd / Samsett mynd
Fréttir 11. janúar 2024

Kúabóndi gagnrýnir Kaupfélag Skagfirðinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bóndi í Eyjafirði gagnrýnir meinta aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur sem hann segir skapa hróplegan aðstöðumun sem stuðli að sundrungu innan greinarinnar.

Í aðsendri grein í nýútkomnu Bændablaði veltir Baldur Helgi Benjamínsson fyrir sér niðurstöðum síðasta kvótamarkaðar, en þá fór rúmlega 90% af því greiðslumarki sem skipti um eigendur á bú í Skagafirði og í Húnaþingi. Baldur Helgi er kúabóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.

„Þar sem nær öll kauptilboðin komu af Norðvesturlandi sneri ég mér til bænda á svæðinu og stjórnarmanna í KS til að kynna mér hverju sætti; með hvaða hætti aðkoma Kaupfélags Skagfirðinga væri að þessum viðskiptum. Í stuttu máli voru þau þannig, að þeirra sögn, að félagið hvatti bændur sem vantar greiðslumark til að senda inn kauptilboð upp á 350 kr/ltr, KS myndi lána fyrir viðskiptunum og væru lánin vaxtalaus, óverðtryggð og afborgunarlaus í fjögur ár. Nú er „lán“ ekki að öllu leyti rétta hugtakið yfir þá fyrirgreiðslu sem hér er lýst, þar sem skuldabréf án vaxta og verðtryggingar, í 7,7% verðbólgu, væri ekki bara lán heldur gjöf að verulegu leyti; 10 milljóna króna höfuðstóll rýrnar um 770.000 kr. á fyrsta ári.

Vonandi næst árangur í baráttunni við verðbólguna en eins og útlitið er núna er ekki ólíklegt að á þessum fjórum árum sem ekki þarf að greiða af slíkum „lánum“ rýrni þau um 15-20% og enn meira á lánstímanum í heild. Það væri góður „díll“ fyrir lántakandann en allmikið síðri fyrir lánveitandann.

Raunar hygg ég að eftirlitsskyldum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé bannað með lögum að veita svona fyrirgreiðslu, enda er hún fráleit með öllu.

Þegar ég hef gengið á stjórnarmenn í KS og innt þá svara um þessa niðurstöðu, fást svör á borð við þau að bændur í öðrum sóknum eigi nú ekki að vera öfundsjúkir og að 300 kr. á lítra sé „sanngjarnt verð“. Þegar rýnt er í ársreikninga skagfirskra góðbúa fyrir árið 2022, má sjá undir liðnum langtímaskuldir skuldabréf frá KS sem eru tilgreind óverðtryggð og vaxtalaus. Að upphæð eru þau ámóta og kaup viðkomandi búa á greiðslumarki í mjólk það ár.

Að mínu viti er það því hafið yfir vafa að þarna er fyrirgreiðsla Kaupfélags Skagfirðinga sem hefur veruleg áhrif á verðmyndun og umfang viðskipta með greiðslumark í mjólk á tilboðsmarkaði. Að það þurfi vaxtalaus og óverðtryggð „lán“ til að viðhalda verðinu er bein viðurkenning á því að þetta verð, 300 kr/ltr, er tómt rugl,“ segir Baldur í grein sinni.
Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar kúabænda, segist ekki þekkja nákvæmlega lánakjör Kaupfélags Skagfirðinga til bænda vegna greiðslumarkskaupa.

„En séu þau líkt og lýst er skapar það mikinn aðstöðumun milli framleiðenda til að bæta við sig greiðslumarki. Þessi aðstöðumunur truflar greiðslumarksmarkaðinn og kemur í veg fyrir eðlilega verðþróun,“ segir Rafn.


Sjá nánar í 1. tölublaði Bændablaðsins sem hægt er að lesa með því að smella hér.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...