Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2016

Ályktað um að innheimtu búnaðargjalds skyldi hætt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nóvember síðastliðnum ályktaði formannafundur BÍ um innheimtu búnaðargjalds á þá leið að henni skyldi hætt að því tilskildu að rekstur leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og verkefna Bjargráðasjóðs yrði áfram tryggður. 
 
Stjórn BÍ og eftir atvikum samninganefnd um búvörusamninga var falið að leita samninga við stjórnvöld um hvernig staðið yrði að því að hætta innheimtu búnaðargjalds. Lagt var til að tekjur sem komið hafa til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins af búnaðargjaldi yrðu bættar með auknu framlagi til leiðbeiningaþjónustu í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins.
 
Jafnframt var í ályktun formannafundar hvatt til þess að ræða við stjórnvöld um hvernig starfsemi A-deildar Bjargráðasjóðs samrýmist hugmyndum stjórnvalda um nýjan og öflugan hamfarasjóð sem ætlað er að bæta tjón af völdum náttúruhamfara.
 
Fyrir liggur að Búnaðarþing hefur mótað stefnu um að veltutengt félagsgjald leysi tekjur af búnaðargjaldi af hólmi hvað varðar Bændasamtökin, en aðildarfélög BÍ hafa hvert sínar áherslur um hvernig þau vilja mæta þessum breyttu aðstæðum. Margt er enn óljóst um framhaldið eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn íslenska ríkinu. Bændasamtökin munu fara yfir málið á næstu dögum og þýðingu þess fyrir samtökin og bændur landsins. Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skylt efni: Búnaðargjald

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...