Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Frá kjötvinnslu sem Stjörnugrís rekur á Kjalarnesi.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2016

Ályktað um að innheimtu búnaðargjalds skyldi hætt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í nóvember síðastliðnum ályktaði formannafundur BÍ um innheimtu búnaðargjalds á þá leið að henni skyldi hætt að því tilskildu að rekstur leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði og verkefna Bjargráðasjóðs yrði áfram tryggður. 
 
Stjórn BÍ og eftir atvikum samninganefnd um búvörusamninga var falið að leita samninga við stjórnvöld um hvernig staðið yrði að því að hætta innheimtu búnaðargjalds. Lagt var til að tekjur sem komið hafa til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins af búnaðargjaldi yrðu bættar með auknu framlagi til leiðbeiningaþjónustu í rammasamningi um starfsskilyrði landbúnaðarins.
 
Jafnframt var í ályktun formannafundar hvatt til þess að ræða við stjórnvöld um hvernig starfsemi A-deildar Bjargráðasjóðs samrýmist hugmyndum stjórnvalda um nýjan og öflugan hamfarasjóð sem ætlað er að bæta tjón af völdum náttúruhamfara.
 
Fyrir liggur að Búnaðarþing hefur mótað stefnu um að veltutengt félagsgjald leysi tekjur af búnaðargjaldi af hólmi hvað varðar Bændasamtökin, en aðildarfélög BÍ hafa hvert sínar áherslur um hvernig þau vilja mæta þessum breyttu aðstæðum. Margt er enn óljóst um framhaldið eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn íslenska ríkinu. Bændasamtökin munu fara yfir málið á næstu dögum og þýðingu þess fyrir samtökin og bændur landsins. Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skylt efni: Búnaðargjald

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...