Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2022

Anna María kjörin formaður deildar geitfjárræktar BÍ

Höfundur: smh

Deild geitfjárræktar Bænda­samtaka Íslands (BÍ) hélt sitt Búgreinaþing á Hótel Natura fimmtudaginn 3. mars. Anna María Flygenring í Hlíð var kjörin formaður og með henni í stjórn eru Helena Hólm á Skálatjörn og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli.

Anna María verður enn fremur búnaðarþingsfulltrúi deildar geit­fjárræktar.

Gripagreiðslur skila sér seint
Anna María Flygenring var kjörin formaður deildar geitfjárræktar Bændasamtaka Íslands.

Á Búgreinaþinginu fór Anna María Flygenring formaður yfir starfsemi liðins árs. Fundurinn ályktaði um að gripagreiðslur frá ríkinu skili sér seint til geitabænda sem þurfi að koma í lag. Anna María segir að mikilvægt sé að þessar greiðslur skili sér á réttum tíma, meðal annars fyrir virðisaukaskattsskilin, en mjög oft þurfi að reka á eftir þeim.

Hún segir að greiðslurnar skiptist þannig að 69 prósent sé greitt á hverja vetrarfóðraða geit, skráða í Heiðrúnu, átta prósent er greitt til innleggjenda á fiðu og átta prósent á lítra af mjólk. Síðan fara 15 prósent til reksturs hafrastöðvar Geitfjárræktarfélags Íslands.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Geitfjárræktarfélags Íslands, sem átti að halda í kjölfar þingsins, var frestað en við sameininguna við Bændasamtök Íslands á síðasta ári var samhliða samþykkt að félagið yrði áfram rekið sem sérstakt félag. Anna María segir að það hafi verið ákveðið að fresta aðalfundinum vegna þess að miklar vangaveltur hafi orðið um samþykktirnar vegna samrunans við BÍ og tíminn ekki nægur til að klára þá yfirferð. Hann verði líklega haldinn á næstu tveimur til þremur vikum.

Samkvæmt samþykktum Bænda­samtaka Íslands hafa fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar einir atkvæðisrétt og kjörgengi á Búgreinaþingi. Búgreinaþingið er opið öllum félagsmönnum BÍ sem starfa innan búgreinarinnar.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...