Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2022

Anna María kjörin formaður deildar geitfjárræktar BÍ

Höfundur: smh

Deild geitfjárræktar Bænda­samtaka Íslands (BÍ) hélt sitt Búgreinaþing á Hótel Natura fimmtudaginn 3. mars. Anna María Flygenring í Hlíð var kjörin formaður og með henni í stjórn eru Helena Hólm á Skálatjörn og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli.

Anna María verður enn fremur búnaðarþingsfulltrúi deildar geit­fjárræktar.

Gripagreiðslur skila sér seint
Anna María Flygenring var kjörin formaður deildar geitfjárræktar Bændasamtaka Íslands.

Á Búgreinaþinginu fór Anna María Flygenring formaður yfir starfsemi liðins árs. Fundurinn ályktaði um að gripagreiðslur frá ríkinu skili sér seint til geitabænda sem þurfi að koma í lag. Anna María segir að mikilvægt sé að þessar greiðslur skili sér á réttum tíma, meðal annars fyrir virðisaukaskattsskilin, en mjög oft þurfi að reka á eftir þeim.

Hún segir að greiðslurnar skiptist þannig að 69 prósent sé greitt á hverja vetrarfóðraða geit, skráða í Heiðrúnu, átta prósent er greitt til innleggjenda á fiðu og átta prósent á lítra af mjólk. Síðan fara 15 prósent til reksturs hafrastöðvar Geitfjárræktarfélags Íslands.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Geitfjárræktarfélags Íslands, sem átti að halda í kjölfar þingsins, var frestað en við sameininguna við Bændasamtök Íslands á síðasta ári var samhliða samþykkt að félagið yrði áfram rekið sem sérstakt félag. Anna María segir að það hafi verið ákveðið að fresta aðalfundinum vegna þess að miklar vangaveltur hafi orðið um samþykktirnar vegna samrunans við BÍ og tíminn ekki nægur til að klára þá yfirferð. Hann verði líklega haldinn á næstu tveimur til þremur vikum.

Samkvæmt samþykktum Bænda­samtaka Íslands hafa fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar einir atkvæðisrétt og kjörgengi á Búgreinaþingi. Búgreinaþingið er opið öllum félagsmönnum BÍ sem starfa innan búgreinarinnar.

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins
Fréttir 17. desember 2024

Vilja fá Gömlu Þingborg gefins

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að selja „Gömlu Þingborg“ svonefndu, sem...

Ullarvörur og námskeiðahald
Fréttir 17. desember 2024

Ullarvörur og námskeiðahald

Ullarverið er nafn á nýrri verslun með ullartengdar vörur í verksmiðjuhúsnæði í ...

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli
Fréttir 17. desember 2024

Borað eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli

Sveitarfélagið Árborg er nú að láta bora eftir köldu vatni í Ingólfsfjalli til a...

Gjaldfrjáls skólaganga
Fréttir 17. desember 2024

Gjaldfrjáls skólaganga

Leikskóli verður gjaldfrjáls fyrir öll börn í sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholt...

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...