Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eiðsstaðir og Guðlaugsstaðir eru í Blönduhlíð.
Eiðsstaðir og Guðlaugsstaðir eru í Blönduhlíð.
Mynd / ghp
Fréttir 25. janúar 2024

Arfgerðagreiningar unnar á Eiðsstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Riðusmit var staðfest 9. janúar í kind frá bænum Eiðsstöðum í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi.

Um sýnatöku úr sláturfé var að ræða og reyndist smitið vera úr þriggja vetra á. Búrekstur er sameiginlegur með nágrannabænum Guðlaugsstöðum og er heildarfjöldi um 700 fjár á bæjunum tveimur.

Ekki hefur áður greinst riða á Eiðsstöðum en síðast greindist riða á Guðlaugsstöðum árið 1993.

Arfgerðagreiningar og faraldsfræðilegar upplýsingar

Stefnt er að því að lokið verði við arfgerðagreiningar á hjörðinni í janúar og faraldsfræðilegum upplýsingum safnað. Guðmundur Halldór Sigurðarson er eigandi hjarðarinnar og segir hann að staðan sé óbreytt frá því að smitið var staðfest. „Við höfum reyndar haldið fund með Matvælastofnun þar sem farið var yfir málin og möguleikana í stöðunni. Það er unnið að sýnatökum til arfgerðagreiningar en ekkert enn komið út úr þeim.

Við höfum unnið að því á undanförnum tveimur árum að innleiða verndandi og mögulega verndandi arfgerðir í hjörðina og eigum von á lömbum í vor með slíkar arfgerðir. Það er til skoðunar og til umræðu hvernig eigi að taka á þeirri stöðu með tilliti til nýju reglugerðarinnar um viðbrögð við riðusmitum, að möguleikar séu á að gripum með þessar arfgerðir sé hlíft við niðurskurði. Við vitum að við erum með bæði hrúta og lömb sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir, eftir að tekin voru sýni með slembiúrtaki.“

Að sögn Guðmundar er það nú til skoðunar hvort halda eigi sauðfjárbúskapnum áfram – en ekkert enn verið ákveðið. Búrekstur hefur verið sameiginlegur á Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í um sjö ár og tengjast bændurnir fjölskylduböndum.

MAST stendur straum af kostnaði

Þorvaldur H. Þórðarson, starfandi yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir að ákvörðun um sýnatöku liggi alltaf hjá eigendum hjarðarinnar, en sé háð samþykki Matvælastofnunar.

Segir hann að eigendur beri jafnframt ábyrgð á sýnatökunni. Væri arfgerðagreining ekki framkvæmd, eða ekki lægi fyrir vitneskja um verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, þyrfti að fara í fullan niðurskurð samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. „Ef ákveðið er að taka sýni og greina arfgerð þurfa niðurstöður að liggja fyrir áður en ákveðið er hvernig staðið verður að niðurskurði.

Þess skal getið að í þessu tilfelli hefur matvælaráðuneytið boðist til að standa straum af kostnaði við greiningu sýna,“ segir Þorvaldur.

Varðandi viðbrögð stofnunarinnar við mögulegum ófæddum lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, segir hann að það verði skoðað nánar þegar niðurstöður arfgerðagreiningar liggi fyrir. Þá verður jafnframt skoðað hvort reglugerðir nái til slíkra tilvika.

Skylt efni: riðutilfelli | Eiðsstaðir

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...