Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eiðsstaðir og Guðlaugsstaðir eru í Blönduhlíð.
Eiðsstaðir og Guðlaugsstaðir eru í Blönduhlíð.
Mynd / ghp
Fréttir 25. janúar 2024

Arfgerðagreiningar unnar á Eiðsstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Riðusmit var staðfest 9. janúar í kind frá bænum Eiðsstöðum í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi.

Um sýnatöku úr sláturfé var að ræða og reyndist smitið vera úr þriggja vetra á. Búrekstur er sameiginlegur með nágrannabænum Guðlaugsstöðum og er heildarfjöldi um 700 fjár á bæjunum tveimur.

Ekki hefur áður greinst riða á Eiðsstöðum en síðast greindist riða á Guðlaugsstöðum árið 1993.

Arfgerðagreiningar og faraldsfræðilegar upplýsingar

Stefnt er að því að lokið verði við arfgerðagreiningar á hjörðinni í janúar og faraldsfræðilegum upplýsingum safnað. Guðmundur Halldór Sigurðarson er eigandi hjarðarinnar og segir hann að staðan sé óbreytt frá því að smitið var staðfest. „Við höfum reyndar haldið fund með Matvælastofnun þar sem farið var yfir málin og möguleikana í stöðunni. Það er unnið að sýnatökum til arfgerðagreiningar en ekkert enn komið út úr þeim.

Við höfum unnið að því á undanförnum tveimur árum að innleiða verndandi og mögulega verndandi arfgerðir í hjörðina og eigum von á lömbum í vor með slíkar arfgerðir. Það er til skoðunar og til umræðu hvernig eigi að taka á þeirri stöðu með tilliti til nýju reglugerðarinnar um viðbrögð við riðusmitum, að möguleikar séu á að gripum með þessar arfgerðir sé hlíft við niðurskurði. Við vitum að við erum með bæði hrúta og lömb sem eru með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir, eftir að tekin voru sýni með slembiúrtaki.“

Að sögn Guðmundar er það nú til skoðunar hvort halda eigi sauðfjárbúskapnum áfram – en ekkert enn verið ákveðið. Búrekstur hefur verið sameiginlegur á Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í um sjö ár og tengjast bændurnir fjölskylduböndum.

MAST stendur straum af kostnaði

Þorvaldur H. Þórðarson, starfandi yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir að ákvörðun um sýnatöku liggi alltaf hjá eigendum hjarðarinnar, en sé háð samþykki Matvælastofnunar.

Segir hann að eigendur beri jafnframt ábyrgð á sýnatökunni. Væri arfgerðagreining ekki framkvæmd, eða ekki lægi fyrir vitneskja um verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, þyrfti að fara í fullan niðurskurð samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. „Ef ákveðið er að taka sýni og greina arfgerð þurfa niðurstöður að liggja fyrir áður en ákveðið er hvernig staðið verður að niðurskurði.

Þess skal getið að í þessu tilfelli hefur matvælaráðuneytið boðist til að standa straum af kostnaði við greiningu sýna,“ segir Þorvaldur.

Varðandi viðbrögð stofnunarinnar við mögulegum ófæddum lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, segir hann að það verði skoðað nánar þegar niðurstöður arfgerðagreiningar liggi fyrir. Þá verður jafnframt skoðað hvort reglugerðir nái til slíkra tilvika.

Skylt efni: riðutilfelli | Eiðsstaðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...