Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arfaðgerðagreinir.
Arfaðgerðagreinir.
Mynd / Matís
Fréttir 28. júní 2022

Arfgerðargreiningar íslenskra nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirbúningur fyrir upptöku erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt er svo gott sem kominn á lokastig.

Ætlunin er að skipta hefðbundnu kynbótamati út fyrir nýtt erfðamat í haust en grunnurinn að erfðamati liggur í arfgerðargreiningum nauta, kúa og kvígna. Umsjónarmenn verkefnisins eru Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði hjá Matís.

Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði hjá Matís.
Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML
Sýnataka og greining hafin

Að sögn Guðmundar hófust sýnatökur úr kvígum í vetur þegar sýni voru tekin um leið og gripur er einstaklingsmerktur. „Sýni sem þannig verða til er safnað af mjólkurbílunum um allt land og þau síðan send til MS að Bitruhálsi í Reykjavík. Þangað sækir starfsfólk Matís sýnin og framkvæmir á þeim erfðagreiningar.

Sæmundur segir að starfsfólk faghóps í erfðafræði á Matís hafi nú þegar hafið greiningar í þessum sýnum. „Í vor kom greiningartæki til landsins en fram til þess hafa sýni verið send til Danmerkur til greiningar.“

Stefnan er að Matís greini átta til níu þúsund sýni á ári þannig að um er að ræða umfangsmikið og viðvarandi verkefni.

Mikil hagræðing að greina innanlands

Umsjónarmenn verkefnisins segja að ekki þurfi að fjölyrða um hagræði þess að framkvæma greiningar innanlands. „Þegar erfðamengisúrval kemur til framkvæmda liggur fyrir að greina þarf bæði fljótt og vel sýni úr þeim nautkálfum sem hugsanlega á að kaupa til sæðistöku.

Það ferli þarf að taka eins stuttan tíma og mögulegt er en taka þarf sýni úr kálfunum, greina þau og reikna erfðamat áður en ákvörðun um kaup er tekin.
Með því að arfgerðargreiningarnar fari fram hjá Matís sparast dýrmætur tími sem annars hefði farið í að senda sýnin utan með tilheyrandi kostnaði.

Erfðaefni allra greindra einw wv staklinga verða geymdir í frysti á Matís og hægt að grípa til þeirra ef ástæða þykir til að greina þau frekar í framtíðinni, t.d. með heilraðgreiningum.

Sá tækjabúnaður sem Matís fjárfesti í getur jafnframt nýst til stórfelldra erfðagreininga í öðrum búfjárstofnum, s.s. hrossum og sauðfé,“ segir Sæmundur.

Gott samstarf við MS

Greining sýna er að komast í fullan gang enda sýni farin að berast frá bændum. Innan RML og Matís er mikil ánægja með þetta samstarf.

Guðmundur segir að ekki megi gleyma hinum mikilvæga hlekk sem söfnun sýnanna er og að þar hafi Auðhumla og MS sýnt verkefninu ákaflega mikla velvild sem þakka ber fyrir.

„Með söfnun sýna með mjólkurbílunum hefur okkur tekist að koma á einu skilvirkasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum en víðast annars staðar senda bændur þessi sýni með póstþjónustunni.“

Skylt efni: arfgerðargreiningar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...