Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Mynd / Harry Pavulaan
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðrildategund í höfuðið á Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Pterourus bjorkae.

Björk. Mynd / Santiago Felipe

Pavulaan kynnti nafn tegundarinnar í nýrri vísindagrein í veftímariti Nebraska-háskóla og segir þar að nafn fiðrildisins sé til heiðurs íslensku söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Hann tiltekur jafnframt að auk þess að vera söngkona sé hún einnig tónskáld, höfundur, framleiðandi, tónlistar- og tískumógúll, plötusnúður, umhverfissinni og persónulegur áhrifavaldur.

Þess má geta að fiðrildategundir hafa verið nefndar í höfuðið á t.d. Angelinu Jolie, Arnold Schwarzenegger og Beyoncé.

Undirtegund tígrisfiðrildis

Pterourus bjorkae finnst einkum í laufskógum austanverðrar Norður- Ameríku.

Í greininni Ákvörðun nýrrar vorfljúgandi tegundar Pterourus glaucus Complex (Papilionidae) í Suður-Nýja Englandi, lýsir Pavulaan algengu Norður-Ameríkufiðrildi sem ekki hafi verið greint sérstaklega áður til tegundar þótt ýmsar kenningar hafi verið á lofti. Enda sé um að ræða dulda tegundagerð, þ.e. hóp tegunda sem innihaldi formfræðilega eins einstaklinga sem tilheyri þó mismunandi tegundum. Margir hafi áður rannsakað þessi fiðrildi en þyrpingar þeirra í suðurhluta Nýja-Englands hafi lítt verið athugaðar fram til þessa.

P. bjorkae var aðgreint frá svipuðum tegundum á grundvelli formfræðilegra hegðunar- og erfðaeiginleika. P. bjorkae er af svölufiðrildaætt og er undirtegund tígrisfiðrildis: New England Tiger Swallowtail. Bjorkae er stærsta undirtegundin. Að tegundin sé vorfljúgandi þýðir í raun að fiðrildi tegundarinnar koma fram og eru virkust á vorin.

Vænghaf fiðrildanna er að meðaltali um 8,5 sentimetrar. Þau eru skærgul að lit með áberandi svörtu og svarbrúnu munstri á vængjum og vængjöðrum, gulum, bláum og appelsínugulum doppum við vængjaðra. Ekki virðist teljandi lita- eða mynsturmunur milli kynjanna. Kvenkynið sýnir þó mest áberandi einkenni og var kvenkyns mynd af P. bjorkae því valin til að tákna tegundina.

Ríflega tuttugu þúsund fiðrildategundir

Fiðrildi eru skordýr og tilheyra, ásamt mölflugum, ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota).

Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.000 tegundir) teljast vera mölflugur.

Flest fiðrildi lifa á blómsykri og eru mörg þeirra mikilvægir frjóberar fyrir blómplöntur. Örfáar hitabeltistegundir lifa þó á blóði dýra og einhverjar drekka jafnvel tár spendýra.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...